22.12.2006 | 21:35
Netið er dýrið
Í viðtali í DV í dag finnur Guðmundur í Byrginu óvininn. Hann er sjálft Internetið. Haft er eftir Guðmundi í viðtalinu: "Netið er það sem Guð kallar Dýrið í Biblíunni. Með því er hægt að vekja upp svo mikla sundrungu eins og nú er verið að gera við fjölskyldu mína og Byrgið."
Bubbi sem syngur á morgun og vonandi hlífir fjölskyldu minni þá við háðsglósum og dylgjum lýsir líka frati á netheiminn fussar og sveiar líka út af hinu slæma Interneti þar sem upp veður illa skrifandi og sjálfumglatt hyski.
Tilvitkun í orri.org 22.des.:
"Las Moggann áðan og sá þar stutt viðtal við minn gamla félaga, Bubba Morthens. Hann var spurður um bloggheiminn og hvort hann læsi þar eitthvað. Svarið var afskaplega dannað eins og við mátti búast:
Ég bara læt það algerlega fara framhjá mér. Mér leiðist bloggið. Þetta er yfirleitt illa skrifandi, sjálfumglatt hyski sem er að skrifa."
Athugasemdir
Tilvitnun: "Ég bara læt það algerlega fara framhjá mér. Mér leiðist bloggið. Þetta er yfirleitt illa skrifandi, sjálfumglatt hyski sem er að skrifa."
Nú það er líkast því maður hafi litið í spegil?
Sveinn Ingi Lýðsson, 22.12.2006 kl. 21:41
já, manni getur nú sárnað
Þetta er nú samt bara brandari og ekki hægt að reiðast Bubba út af þessu. Þessi elskulegi og hógværi maður, fínt að benda okkur á hvað við erum sjálfsumglöð. Við skulum bara taka því vel og reyna að bæta okkur.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.12.2006 kl. 21:48
Bubbi er bara bubbi, hann segir hvað sem er til að fá athygli. Hinn jólinn er eins, bara fúll af því allt komst upp, hann sjálfur hefur vaðið uppi á netin, held hann eigi heima á Kleppi.
Birna M, 22.12.2006 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.