Dagur mannréttinda og fjölmenningar

Í dag er mikill hátíðisdagur. Fyrst voru mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar veitt og svo núna síðdegis þá er fjölmenningarhátíð. Svo er líka listahátíð og borgin iðar af list og fjölbreytileika. Ég sit í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og fór  í Höfða í morgun þar sem Hanna Birna veitti verðlaunin. Það var Rauði kross Íslands sem hlaut verðlaunin í ár.

Ég spjallaði  við Hólmfríði sem var hjá Rauða krossinum við flóttamannaaðstoð. Hún rifjaði upp hvernig hefði verið að fara til fyrrum Júgóslavíu 1996 og taka viðtöl við fólkið sem þá dvaldi í flóttamannabúðum. Fólkið hafði verið rekið í burtu frá heimkynnum sínum, mátti ekkert taka með sér, þurfti allt að fara strax og þeir sem urðu eftir voru drepnir. 

Ég ætla alla vega í dag að hugsa til allra þeirra sem eru í flóttamannabúðum í heiminum.  Vissulega er vandi hælisleitenda hérna á Íslandi mikill og vandi þeirra er okkur sýnilegur en við gleymum oft að það eru gríðarlega margir sem eru lokaðir allslausir inn í gettóum flóttamannabúða víðs vegar um heiminn, stundum eru heilar kynslóðir sem alast þar upp. Stundum er þetta fólk sem hefur verið gert ríkisfangslaust og getur ekki snúið aftur til heimila sinna en enginn veitir því ferðafrelsi.


mbl.is Rauði krossinn fær verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér lýst mjög vel á ef Fjölmenningardagurinn verður gerður að árlegum viðburði og mun ég tvímælalaust taka þátt í hátíðarhöldunum næst. Fjölmenningin er okkar helsti styrkur og henni ber að fagna enda höfum við notið góðs af fjölbreyttri menningu.

Ljóst er að taka þarf upp mannúðlegri stefnu í garð flóttamanna og reyna að uppfylla þá alþjóðasamninga sem við höfum samþykkt um málefni þeirra.

Hilmar Gunnlaugsson, 16.5.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband