Íslensk stjórnvöld skulda okkur skýringar - Ræður Gordon Brown okkar stöðu?

Hvaða möguleika hefur Ísland með sína lítt veraldarvönu ráðherra og forsætisráðherra sem treystir sér ekki til að tala máli Íslands á Nató fundum og víðar? Hvaða möguleika hefur Ísland gagnvart spinndoktorum í þjónustu breska fjármálaheimsveldisins sem lætur andlit  kröfuhafa heimsins vera spítalasjóðir og veik börn sem ekki fá mein bóta sinna? Þegar við hér á þessu skeri (já, nú er ég hætt að tala um Ísland sem eyju, nú er það sker) mitt í Atlantshafinu vitum að andlit erlendra kröfuhafa er ekki veiklulegt andlits helsjúks barns, nei andlit breskra kröfuhafa er andlit Philips Greens

Íslensk stjórnvöld skulda okkur skýringar. Ræður Gordon Brown og breskir hagsmunir eins og þeir birtast í spinni sem ver fjármagnseigendur heimsins hvernig við semjum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið?

Er ekki alveg eins gott að skoða aðra möguleika ef svo er?

Tekið af öðru bloggi:

 

"Brown lenti í mikilli orrahríð í fyrirspurnartímanum en þingmenn sóttu hart að honum varðandi Christie spítalann í Manchester sem tapaði sex milljónum punda við fall íslensku bankanna. Brown var sakaður um að standa í vegi fyrir því að spítalinn gæti endurheimt fé sitt. Ráðherrann sagðist deila áhyggjum þingmanna en benti á að margir aðrir hefðu orðið fyrir tjóni og að nauðsynlegt væri að líta á málin í heild sinni.

„Mikilvægast er að íslensk stjórnvöld borgi," sagði Brown. „Þess vegna erum við í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og önnur yfirvöld um hversu hratt Ísland mun borga til baka af því tjóni sem landið er ábyrgt fyrir."

Sjá: http://www.visir.is/article/20090507/VIDSKIPTI06/392138847


mbl.is 3100 milljarða skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hætt við því að næstu ár verði býsna mögur hérna á skerinu, meðan stjórnvöld í öðrum löndum Evrópu dæla peningum inn í hagkerfin hjá sér þá er fyrirsjáanlegur meiri niðurskurðu hjá íslenska ríkinu en áður hefur sést.

Maður vonar vissulega það besta en einhvernvegin læðist að manni sá grunur að hér verði svipað umhorfs og í Færeyjum á sínum tíma þegar fólk þar flúði land í stórum stíl.  Miðað við skuldirnar og fyrirsjáanlegan niðurskurð næstu ára þá er hætt við því að það verði einmitt mun lífvænlegra annarstaðar en á Íslandi næstu árin.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: GunniS

já og hverjum ætli það sé að kenna hvernig komið er ? það virðist ekki meiga snerta þessa helv útrásarvíkinga og eignir þeirra. og hvað er að frétta af þessari jolie sem rannsakar bankahrunið

GunniS, 7.5.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Maron: Færeyjar í sinni kreppu kemur til með að líta út eins og paradís á jörðu fyrir okkur Íslendinga í þeirri kreppu sem nú hellist yfir okkur. Ef ekkert verður að gert og skuldir á einstaklinga og ríkið verða ekki afskrifaðar að einhverjum hluta þá er enginn grundvöllur fyrir sjálfstæðu ríki hérna lengur.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.5.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

GunniS: Ekkert bendir til að þess að neitt að ráði fáist af fé frá innrásarvíkingum. Það verður að horfast í augu við að þetta voru peningar sem voru aldrei til, bara látið út að þeir væru til svo hægt væri að fá lán út á þá.  Þetta er svona eins og ef þú sýnir mynd af húsi og talar nógu mikið um húsið og selur myndina á milli í nokkrum gervifyrirtækjum þannig að allir fara að halda að þú eigir hús. Svo í hverjum viðskiptum þá eru það hinir og þessir fjárfestar sem veita lán út á húsið. Þegar allt hrynur er húsið veðsett niður í botnplötu en málið er bara að þetta hús var aldrei til. Það var bara mynd af húsi. Þegar allt féll breyttust lánin  í kröfur á okkur Íslendinga, kröfur sem við stöndum ekki undir og eigum ekki að samþykkja.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.5.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband