20.4.2009 | 20:28
Hvað er lýðræði? Vilja skyrslettar lýðræði?
Ég vil ekki taka þátt í kosningabaráttu sem gengur út á að sletta einhverjum óhróðri og slori í andstæðinga. Ég vil taka þátt í málefnalegri og heiðarlegri umræðu þar sem við virðum andstæðinga og vitum að þeir hafa styrkleika á öðrum sviðum en við og það er best að við leggjum krafta okkar saman í púkk.
Það eru erfiðir tímar framundan á Íslandi. En ég vil að fólk takist á við þá tíma með sömu lífsgleði og trú á lausnir og bjartari tíð framundan eins og við Framsóknarmenn heyjum okkar kosningabaráttu. Núna erum við í maður á mann baráttu og tökum þátt í ótal samræðum hvað og hvenær sem er. Hér er Björn að samfæra nokkra vegfarendur í Kringlunni.
Hér er Vigdís Hauksdóttir að útskýra skuldaleiðréttingatillögu Framsóknarflokksins í Kringlunni í dag
Ungir fjölskyldufeður flykktust að upplýsingaborðinu hjá okkur Framsóknarmönnum enda höfða efnahagstillögur okkar ekki síst til barnafólks, við reynum að útskýra að Framsóknarflokkurinn tekur stöðu með fjölskyldunum og atvinnufyrirtækjunum en ekki stöðu með lánardrottnunum eins og hinir flokkarnir. Börnin höfðu nú meiri áhuga á blöðrunum en efnahagstillögum okkar og Framsóknarkaffinu.
Hér eru tveir hressir sem komu að heimsækja okkur. Ungi maðurinn til vinstri á 20 ára afmæli í dag. Ég óska honum innilega til hamingju með afmælið og vona að íslensk þjóð beri gæfu til að kjósa yfir sig þannig stjórn að hann og annað ungt fólk á Íslandi geti búið hér við góð lífskjör.
Hér ræðir Björn við tvo unga menn. Þeir skynja vel þá alvarlegu stöðu sem Ísland er í núna og vita vel að Framsóknarflokkurinn er með skynsamlegustu stefnuna.
Þetta var bara innrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Athugasemdir
Undir áramótin var vakin upp sending sem ekki hefur tekist á hafa taumhald á. Maður nokkur nefndi það í umræðum um þessar uppákomur að þetta væri eins og með uppvakninga á miðöldum, þeir vildu fara svolítið sínar eigin leiðir.
Unga fólkið fékk eins konar samþykki fyrir uppátækjum sínum, og fjölmiðlar reru undir með því að tala um mótmæli þegar um var að ræða hreinan og beinan sóðaskap sem aldrei mundi líðast í siðaðra manna samfélagi. Núna eru fjölmiðlar farnir að taka sér taka og tala um skemmdarverk þegar skemmdarverk eru unnin á kosningaskrifstofum stjórnmálaflokkanna. Væntanlega munu þeir kalla það hryðjuverk ef skyri verður slett á veggi hjá VG!
Flosi Kristjánsson, 20.4.2009 kl. 20:47
Af hverju þarf að koma yfirlýsing frá VG? Hér kemur betri samsæriskenning: Framsóknarflokkurinn safnar liði og skyri, ræðst á allar kosningaskrifstofur nema VG og sakar svo VG um verknaðinn. Snilldarbragð sem kemur óorði á andstæðinginn. Verður ekki að koma yfirlýsing frá Framsókn um að atburðarrásin hafi ekki verið svona?
Svona í fullri alvöru finnst mér að allir stjórnmálamenn þurfi að rífa sig upp úr "hinirflokkarnireruvondirkjósiðokkur" farinu og tala um eigin stefnumál eingöngu. Það lyftir ekki nokkrum manni upp að tala aðra niður.
Tryggvi Már (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:31
Af hverju ættu VG að sverja af sér þennan kjánagang, Salvör? Þurfa þá ekki öll samtök og fyrirtæki fyrir utan S-, B- og D-lista, að sverja þetta af sér? Satt að segja er þetta hvimleiða uppátæki á engan hátt pólitískt tjón fyrir neinn flokkanna.
Hlédís, 21.4.2009 kl. 11:30
Hvernig er það, er ekki hægt að hugsa sér að stór hluti Íslendinga er ekki djúpt haldinn þessari hjarðeðliskennd sem virðist hrjá svo marga, og líta upp úr hjarðar kassanum og sjá að það er til fólk í þessu landi sem hefur sjálfstæðar skoðanir og þarf ekki að tengja sig við stjórnmálaflokk eða hreyfingu til að tjá hana ?
Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:42
Tryggvi Már: Þú vinnur verðlaun dagsins í fjarstæðukenndustu samsæriskenningunni. Ástæðan er auðvitað sú að við Framsóknarmenn myndum aldrei fara svona með mat, þaðan af síður rammíslenskar mjólkurafurðir. Það eru helgispjöll í okkar augum. Við borðum skyr og við borðum hræring en við hendum ekki verðmætum. Við megum ekki til þess hugsa að verðmætum sé fleygt, þess vegna reynum við eftir megni að sporna við að núna fari Ísland algjörlega á hvolf og verðmæti grotni niður engum til gagns.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.4.2009 kl. 11:43
Hlédís: Mér dettur ekki eina einustu mínútu í hug að Vinstri grænir hafi staðið fyrir þessu, ég mátti bara til með að stríða þeim og búa til samsæriskenningu. Maður verður að skemmta sér í kosningabaráttunni En skyrkámarnir sem þetta gerðu þrengdu leitina að sér, þeir voru sympatískari fyrir málstað vinstri grænna en annarra. Sem sagt, vinstri grænir eru flokkur sem laðar að sér skyrslettu-hettulið.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.4.2009 kl. 11:46
Sæl og blessuð, Salvör! Um að gera að grínast - léttir okkur öllum lífið
Gangi þér vel!
Hlédís, 21.4.2009 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.