Allt að gerast í Framsókn

Það er allt á fullu núna í Framsókn og ótrúlegur kraftur. Ég hef ekki tekið þátt í kosningabaráttu áður þannig að ég hafi verið svona ofarlega á lista. Þess vegna fylgist ég sérstaklega vel með og það er með ólíkindum hve mikill kraftur er í kosningabaráttu Framsóknar og hve margir leggja þar hönd á plóg. Dagurinn byrjar með fundum kl. 8 á morgnana, það voru um 20 manns á fundinum í morgun. Svo eru frambjóðendur í efstu sætum út um alla borg, þau eru á vinnustaðafundum og svo á fjölmiðlum og á fundum félagasamtaka. Ég fór í hádeginu í dag með Vigdísi Hauksdóttur á vinnustaðafund hjá Skeljungi,  Vigdís er þvílíkt glæsilegur fulltrúi okkar, hún flutti glimrandi framsögu og svo fékk hún margar virkilega beittar spurningar frá fólki í matsalnum og hún svaraði öllu afbragðsvel, hún svaraði málefnalega og af þekkingu þess sem veit hvað hann er að tala um og sem ætlar ekki að blekkja fólk. Það komst vel til skila að Framsóknarflokkurinn tekur stöðu með heimilum í landinu, Framsóknarflokkurinn tekur ekki stöðu með fjármagnseigendum og skilur þar á milli Framsóknarflokksins og hinna flokkanna.

4164-0Það er óhemjukraftur í Vigdísi Hauksdóttur sem er í 1. sæti í Reykjavík suður fyrir okkur Framsóknarmenn og enginn hefur lagt eins mikið undir í þessari kosningabaráttu fyrir hugsjónir sínar. Vigdísi var sagt upp hjá Alþýðusambandi Íslands (já þið lásuð rétt... einu stærsta stéttarfélagi landsins) þegar við Framsóknarmenn kusum hana til að leiða lista okkar. Við höfum ekki núna þingmann í þessu kjördæmi þannig að það er allt að vinna. En það er borgaraleg skylda en ekki brottrekstrarsök að taka þátt í að bæta stjórnarfarið á Íslandi.

Fyrir mig í 4. sæti þá er kosningabaráttan tóm gleði, mér finnst mikilvægt að taka þátt í að byggja upp Ísland og breyta stjórnarfari hérna. Ég tek þátt í kosningabaráttu núna af sömu ástæðum og ég mætti á Austurvöll á nánast hverjum laugardegi í marga mánuði og af sömu ástæðu og ég barði sleif á pott á Austurvelli í janúar síðastliðnum með svo miklum krafti að sleifin hrökk seinast í sundur.  En það sleifarlag og sá taktur sem barinn var inn í íslensku þjóðarsálina þá af þúsundum manna mun lengi óma með okkur en af því hann er ekki færður í orð þá getur verið að við gleymum of fljótt hvað gerðist, gleymum of fljótt hvernig ástandið var og hvernig við erum ennþá á brún hengiflugsins.

Það er nú tóm gleði í orðsins fyllstu merkingu að taka þátt í kosningabaráttu okkar Framsóknarmanna, ég hef staðið í Kringlunni að kynna stefnuskrá okkar og gefa litlum börnum blöðrur og foreldrum þeirra kröftuga blöndu af Framsóknarkaffi. Svo hlakka ég mikið til kvennakvöldsins sem verður á miðvikudaginn. Það verða í ekta detox stíl Grin því stjórnandinn verður Framsóknakonan framsýna hún Jónína Benediktsdóttir.  Hér er auglýsingin fyrir kvöldið

 3457811842_7a0fd08b06

 Svo var ég í veislu með alþjóðlegu ívafi í kosningamiðstöð okkar í Borgartúni 28 í gær. Hérna er myndaalbúm frá veislunni. Þar komu veislugestir með alls konar gómsæta rétti. Einar Skúlason í 2. sæti hjá okkur reyndi að slá í gegn með íslenskri kjötsúpu og hún var vissulega gómsæt. En það verður að segjast eins og er að það voru svo margir og spennandi og ofboðslega góðir réttir að ég gleymdi bara að smakka á kjötsúpunni hans Einars. 

Einn rétturinn var einhvers konar kleinur, ég held frá Lithauen. Þær voru sætar og stökkar en líktust dáldið mikið þeim Framsóknarkleinum sem ég er alin upp við, þessum sem mamma mín bakaði fyrir framsóknarvistina í Kópavogi.

Það væri skemmtilegt að taka saman uppskriftir af Framsóknarkleinum frá ýmsum löndum. Hér er lítið vídeó sem ég tók í gær af sumum sem komu með rétti í veisluna.  Ég er mjög undrandi yfir að það skuli ekki fleiri taka þátt í stjórnmálum, þetta er mestanpartinn tóm gleði og skemmtilegheit. Sérstaklega ef maður vinnur að hugsjónum sem maður trúir á.

Núna eftir vinnu ætla ég að fara í Kringluna og standa vaktina með Vigdísi Hauksdóttur og kynna kosningastefnuskrána. Svo í kvöld kl. 19 ætla ég að fara á  fund Panorama Ísland og verður Einar Skúlason þar líka en hann þarf svo að fara líka á fund hjá Samtökunum 78.  Í hádeginu kíkti ég í kosningamiðstöðina hjá okkur eftir vinnustaðafundinn og spjallaði við foreldra ungs langveiks barns sem litu þar við.  Það eru forréttindi að taka þátt í stjórnmálabaráttu og vinna með fjölda fólks og hlusta á fólk.


mbl.is Ræddu um að sprengja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér þykir gott framlag Framsóknarflokksins til mannréttinda og fjölbreytileika vera í senn ánægjulegt og lofsvert. Ekki er verra að sjá baráttuandann í flokknum sem virðist vera mikill. Hversu mörgum mönnum á svo að ná inn á þing?

Hilmar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband