19.4.2009 | 13:35
Einar og kjötsúpan
Einar Skúlason fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, sem skipar 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segist ætla að bjóða upp á bestu kjötsúpu í heimi í alþjóðaveislu á sunnudaginn 19. apríl kl. 16 í Borgartúni 28. Jafnframt verður hægt að gæða sér á fjölbreyttum réttum frá mismunandi heimshornum, ásamt íslenskum kökum og kruðerí.
Í alþjóðaveislunni verður hægt að kynnast af eigin raun hinu gríðarlega fjölbreytta alþjóðasamfélagi sem er við lýði á Íslandi auk þess sem tækifæri gefst til að kynna sér stefnu Framsóknarflokksins í málefnum innflytjenda. Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í málefnum innflytjenda en flokkurinn hafði m.a. forgöngu um stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda í byrjun árs 2007, gerði fyrsta þjónustusamning félagsmálaráðuneytis við Alþjóðahúsið, hafði forgöngu að taka reglubundið á móti hópum flóttamanna eftir langt hlé og vill nú taka sérstaklega á réttindum minnihlutahópa með því að innleiða tilskipanir ESB um bann við mismunun.
Myndin hér fyrir ofan er af Einari að bjóða upp á kjötsúpu í Esjugöngu Framsóknarflokksins um páskana. Einar er búinn að nota hvert tækifæri til að æfa sig í kjötsúpuelduninni. Við fylgjumst spennt með hvernig Einari gengur í dag, hver gerir bestu kjötsúpu í heimi???
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.