19.4.2009 | 13:30
Kosningarnar kosta miklu meira en 200 milljónir
Framkvæmd Alþingiskosninganna er áætluð 200 milljónir fyrir ríkissjóð. En síðan kosta kosningarnar alla flokkana og framboðin mikla vinnu og mikið fé. Auglýsingum rignir inn á öll heimili í landinu og sem betur fer hafa fjórflokkarnir komið sér saman um auglýsingaþak, annars væri ennþá meira um auglýsingar. Það er samt verra að núna er farnar að sjást neikvæðar auglýsingar sem ég átta mig ekki á hvernig standa að baki en virðast reyndar vera beint gegn Samfylkingunni.
Það er samt fólkið sjálft sem er dýrmætasta auðlindin í kosningabaráttu flokkanna og það eru margar vinnustundir sem fólkið leggur á sig núna. Fáir hafa lagt eins mikið undir í kosningabaráttunni eins og hún Vigdís Hauksdóttir sem er í 1. sæti fyrir okkur Framsóknarmenn í Reykjavík suður. Vigdís vinnur núna 25 tíma á sólarhring að því að kynna framboð okkar og ræða við kjósendur. Vigdís hefur lagt allt undir, hún starfaði hjá ASÍ áður en hún var valin til að leiða lista hjá okkur með meira en 50 % atkvæða en svo undarlegt sem það nú hljómar þá var henni sagt upp hjá ASÍ þegar hún tók sæti á lista Framsóknarflokksins. En Vigdís er hugsjónamanneskja og keppnismaður
En það er líka gaman, við Framsóknarmenn stóðum vaktina í Kringlunni í gær og notuðum líka tækifærið að heilsa upp á hina flokkanna. Það var hins vegar mesta fjörið og stemingin hjá okkur.
Hér eru myndir af því þegar við heimsóttum hina flokkana
Kosningar kosta 200 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.