Óvissuferðin 25 apríl - Ætlar þú að mæta?

 Það er líf og fjör á kosningaskrifstofu okkar Framsóknarmanna í Borgartúni 28. Þar er fundað í hverju horni, spjallað um pólitíkina og hvaða leiðir eru bestar til að rétta við atvinnulíf og hag fjölskyldnanna í landinu. Aldrei hefur verið eins mikið þörf á því að allar raddir heyrist, allir leggi sitt til málanna. Aldrei hefur verið meiri ástæða til að efla lýðræði og þjóðfélagsumræðu á Íslandi. 

Við fáum margar skemmtilegar heimsóknir á á kosningaskrifstofuna og þar er alltaf heitt á könnunni og einhver til að ræða um pólitík við. Í gærkvöldi þegar við vorum að tygja okkur heim þá fengum við skemmtilega og óvænta heimsókn. Það var stór hópur fólks sem var í óvissuferð og einn áfangastaður í þeirri óvissuferð var kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins.

Í kosningunum 25. apríl verður hins vegar stærsta óvissuferð íslensks almennings. Þá verður kosin sú stjórn sem á að vinna Ísland upp úr Hruninu og koma í veg fyrir að hér verði bresti á landflótti og gríðarlegt atvinnuleysi og hér kikni fólk undan drápsklyfjum skulda einhverra netbanka og fjárglæframanna sem fengu að skuldsetja íslenska alþýðu án þess að við vissum neitt um það.

Líf og fjör á kosningaskrifstofunni:

IMG_4475

IMG_4473


mbl.is Takk fyrir, búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það er rétt hjá þér þetta verður algjör óvissuferð á kjördag.  Ég vona bara að við lendum ekki á Evróputrippi.

Offari, 18.4.2009 kl. 09:40

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Salvör mín, 

Erum við ekki búin að fara í nógu margar óvissuferðir með Framsókn  -í bili ?

Mátti til

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.4.2009 kl. 18:43

3 Smámynd: Jón Á Grétarsson

"Nýji Framsóknarflokkurinn!"

Þarna er flott fólk á ferð með nýja kröftuga forystu sem þorir að koma með óhefðbundnar lausnir í takt við vandamálin sem við er að eiga í dag.

Maður er búin að vera að bíða eftir lraunverulegum ausnum.  

Þarna er langlíklegast að atkvæðið lendi í dag.

Jón Á Grétarsson, 19.4.2009 kl. 00:53

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Nei ég er ekki í flokknum og mæti því ekki en félagsstarfið ykkar er þó til fyrirmyndar og óska ég ykkur ánægjulegrar óvissuferðar.

Hilmar Gunnlaugsson, 19.4.2009 kl. 03:12

5 identicon

Já  rétt hjá Hildi Helgu; óvissuferðirnar með Framsókn eru orðnar allt of margar. Ég fór að sjá "Draumalandið" í gær. Ég held að það sé holl lexía fyrir okkur Íslendinga að sjá þá mynd.

Og svo auðvitað "Silfrið í gær"  12 ára rússibanareið með Sjöllum og Frömmurum er alveg nóg, ég kýs þá flokka ALDREI.

Svanhildur (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband