Mannfórnir í Valhöll

3026532857_edaa2b268d_oHér til hliðar er mynd sem ég tók af Valhöll í vetur þegar mótmælendur höfðu í skjóli nætur úðað þar allt með rauðri málningu.

Núna er föstudagurinn langi og Valhöll lítur aftur út eins og vettvangur mikils blóðbaðs. Og það liggur í loftinu að blóðbaðið er rétt að hefjast. 

Atburðarásin er ekki trúverðug. Svo mikil  er tortryggni okkar gagnvart Geir Haarde sem stýrði Íslandi þegar Hrunið mikla varð að við trúum honum ekki einu sinni lengur þegar hann játar á sig glæpi. Ég trúi ekki einu orði af því sem hann segir núna, það er alveg sama þó Geir játi á sig mútur, ég trúi honum ekki. 

Sérstaklega finnst mér skrýtið að hvað Geir er fljótur að taka þetta 60 milljón króna mál á sig núna, getur verið að hann hafi verið spurður um þessa sömu styrki þegar hann var forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og þá neitað tilveru þeirra? Afneitaði Geir öllu þegar hann var forsætisráðherra og formaður, játar Geir öllu núna þegar hann er farinn af vettvangi stjórnmála? 

Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún glíma nú við erfið veikindi og ég vona að þau nái sem fyrst tök á veikindum sínum og skrifi í fyllingu tímans endurminningar sínar svo við fáum einhvern botn í hvað hefur verið að gerast í íslenskum stjórnmálum undanfarin misseri.

Þegar svona uppljóstranir koma fram þá er óhjákvæmilegt að það leiði til einhvers uppgjörs. Núna hefur það gerst að Andri Óttarsson hefur látið af starfi. Það kemur samt í ljós að hann hafi ekki óskað eftir þessum styrkjum frá FL Group og Landsbankanum. Það er samt nokkuð ljóst að hann hefur vitað af þessum styrkjum enda kom þetta inn á starfsvettvang hans.  Andri Óttarsson vakti athygli mína sem einn af Deiglupennum, hann skrifaði oftast mjög málefnalegar og góðar greinar, eina undantekningin var þegar hann skrifaði tvær greinar þar sem hann hallmælti femínistum og þeim aðgerðum sem við gripum til í viðleitni okkar til að benda á hrikalegan órétt og mannréttindabrot í samfélaginu. Andri er lögfræðimenntaður og hann hefði átt að sjá að þessi framlög í kosningasjóði voru á ysta jaðri þess sem siðlegt er og löglegt.

það kemur hins vegar víða fram að upptök þessa máls eru ekki hjá Andra og honum er fórnað vegna þess að ennþá hafa ekki þeir aðilar stigið fram sem söfnuðu þessu fé.  Það hlýtur að gerast fljótlega. Ég óska Andra velfarnaðar og vona að hann taki aftur upp þráðinn sem málefnalegur hugsjónamaður eins og hann var á þeim tímum þegar hann skrifaði greinar inn á Deiglan.is

það er ömurlegt fyrir okkur öll að fylgjast með þessum blóðsúthellingum í Valhöll. Við sem fylgst höfum með Sjálfstæðismönnum vitum að margir þeirra eru heiðarlegir hugsjónamenn. Það er hins vegar þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er málsvari athafnamanna og peningamanna og það er raunar eðlilegt að þeir sækist eftir áhrifum m.a. í gegnum fjárframlög. Að sama skapi er mikilvægt að völd þeirra séu takmörkuð svo flokkurinn sé ekki verkfæri í höndum ákveðinna aðila. Það þarf því þannig vinnuaðferðir eins og Kjartan Gunnarsson upplýsti að tíðkuðust á valdatíma Davíðs, vinnuaðferðir þannig að enginn einn aðili mætti leggja of mikið í kosningasjóð og að kjörnir fulltrúar hefðu ekki beina milligöngu um styrki.

 

Ég reyndar notaðu tækifærið og gúglaði smávegis um viðkynni mín af Deigluliðinu og fann t.d. þetta sem ég skrifaði árið 2003. Þá voru einhverjar væringar milli Deiglan.is og frelsi.is 

 

Ég verð að segja að þessar væringar milli fylkinga eru svo óspennandi að ég bara hreinlega hef mig ekki í gegnum eina af þessum fjölmörgum frelsi-frjálshyggjumanna langlokum á deiglunni. Á líka nóg með að lesa og fylgjast með öllum öfga-þetta-og-öfga-hitt greinunum sem spýtast út úr deiglupennum. Hef bara tekið eftir því að allt sem horfir til mannréttinda og framfara hér á landi er kallað öfgar hjá deigluliðinu. Reyndar líka hinu liðinu hvað-sem-það-nú-heitir sem nú ræður ríkjum á Heimdalli. Því liði virðist vera ennþá meira í nöp við mannréttindi og framfarir og hef ég ekki séð neitt til þess liðs nema eitthvað fáránlegt uppsagnardæmi á Ríkisútvarpinu sem sýnir kannski best að það er ekki bara flott þar á bæ að vera á móti mannréttindum og framförum heldur líka að reyna að kyrkja allt sem gott er gert á Íslandi í menningarmálum - ef þau menningarmál eru þeim ekki hugnanleg.

Maður varð bara reiður þegar stjórn einhvers sundursplundraðs félags út í bæ þar sem 72 manns kusu stjórn (það voru 72 sem kusu í Heimdallarkosningunum síðustu var það ekki???) þykist geta sent RÚV uppsagnarbréf fyrir hönd íslenskra skattborgara. Er þetta fólkið sem vill starfa í lýðræðisþjóðfélagi og sem er að æfa sig í að stjórna landinu í umboði íslenskra borgara? Eða er það að æfa sig að stjórna landinu án þess að hafa til þess nokkuð umboð....

Geturðu nefnt einhver dæmi um þessa fullyrðingu þína Salvör? Hér er um alvarlega ásökun að ræða gagnvart tæplega fimmtíu deiglupennum og fróðlegt væri að sjá rökstuðning fyrir henni

Hmm... kannski full djúpt í árina tekið að segja að ALLT sem horfir til framfara sé kallað öfgar. En nógu mikið er það samt

En ég nefni þessi dæmi sem ég fann strax:

http://www.deiglan.com/4097.html
Öfgar í öndvegi II - höfundur Andri Óttarsson
Ég hef á öðrum þræði hérna á málefnunum bent á hvernig Andri í þessari grein að mínu mati vísvitandi sleppir úr orðum og skekkir myndina.
Ég vísa í það:
http://malefnin.com/ib/index.php?showtopic...indpost&p=52536

http://www.deiglan.com/2311.html
Í skjóli femínisma I - höfundur Andri Óttasson

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=2318&catid=123

http://www.deiglan.com/2124.html
Öfgar í öndvegi - höfundur Andri Óttarsson

http://www.deiglan.com/11.html
Á að banna vangadansinn næst? - Höf. Borgar Þór

http://www.deiglan.com/23.html
Kosin til að taka slaginn Guðmundur Svansson

http://www.deiglan.com/63.html
Óþekkta nektardansmærin - höf. Andri Óttarsson


Þetta eru bara nokkrar greinar sem sýna að Deiglupennar skilgreina frelsið þröngt - mér virðist þeir afar áhugasamir um frelsi ungra vestrænna karlmanna til að ýmis konar neyslu og nautna. Deiglupenninn Borgar Þór endar greinina þar sem hann mælir fyrir kjöltudansi sem margir (flestir) telja dulbúið vændi:"Grundvallarmannréttindi eru ekki einhverjar sunnudagsreglur sem brúkaðar eru við sérstök hátíðleg tækifæri. Þeim er einmitt ætlað að vernda frelsi borgaranna fyrir slíkum hugarfarsbylgjum.." Það eru sem sagt grundvallarmannréttindi að fá að kaupa sér kjöltudans...

Þegar kemur hins vegar að hinni hliðinni - að því að horfa á mannréttindi helming jarðarbúa þ.e. allra kvenna þá er annað hljóð í strokknum. Það að undirokað fólk noti þann rétt sem það hefur í stjórnarskránni til að stofna með sér félag og kveikja umræður um femínisma verður einum Deiglupennanum Andra tilefni til að senda frá sér aðvörun þar sem m.a. segir: "Hópar og félög sem hvetja til lögbrota njóta hvorki verndar félagafrelsis né tjáningarfrelsis stjórnarskrár". Það sem er sorglegt er að sá sem þetta mælir er lögfræðingur og hann notar lögfræðingamál til að ljá orðum sínum myndugleika. Hann á að vita það vel að það eru engin lög sem banna félögum að starfa og halda fundi þar sem félagsmenn tjá sig og það getur undir engum tilvikum talist hvatning til lögbrota að leyfa félagsmönnum að tjá sig í á tölvupóstlista. Það sem sagt var á póstlistanum var einnig ekkert af því lögbrot svo ég viti.

Það er einnig sorglegt að deiglupennar sem að jafnaði skrifa eitilsnjallar greinar s.s. Andri Óttarsson og taka á mörgum þjóðfélagsmeinum eru slegnir einhvers konar blindu þegar kemur að mannréttindum helmings þjóðarinnar. Að mannréttindurm helmings jarðarbúa. Að mannréttindum kvenna.

mbl.is Andri hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það er hins vegar þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er málsvari athafnamanna og peningamanna - - - "

Já, m.ö.o. spillingarafl og spillingarflokkur.  Flokkur sem þarf að koma í burtu frá völdum. 

EE elle (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 01:21

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sem sagt eru auðmenn og athafnamenn spillt fólk, er ekki allt í lagi með ykkur, þó að það eina sem þið getið gert er að láta ykkur dreyma um það sem þeir hafa, þá er nú alger óþarfi að kalla þetta fólk einhverjum skítanöfnum, kannski er margt af þessu fólki bara sniðugt að græða peninga, er eitthvað að því???

Reynið aðeins að slaka á hatrinu í garð fólks sem á peninga.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 11.4.2009 kl. 09:28

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Heyrðu Ægir Óskar, það var enginn neitt sérstaklega á móti fólkinu sem á peninga fyrr en við fengum senda reikningana þeirra. Þetta lið á annað hvort enga peninga eða er svona sniðugt að koma útgjöldunum sínum á okkur til að þurfa ekki að nota sína eigin peninga. Er eitthvað að því að vera fúll yfir því?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 12.4.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband