10.4.2009 | 15:17
Stjórnmál og útrásarvíkingar
Það er náttúrulega grátlegt hvernig komið er fyrir Íslendingum eftir áratuga stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins sem reyndar við gætum nefnt Sjálftökuflokkinn og þetta fyrirbæri einkavæðinguna sem við getum líka nefnt einkavinavæðinguna.
Fyrir mörgum, mörgum árum þá fór ég á fyrirlestur um þróunarmálefni og fyrirlesarinn hafði starfað í þróunarlandi þar sem stjórnarhættir voru ansi spilltir, bara einhvers konar ættbálkaveldi og sjálftaka þeirra sem voru við stjórn hverju sinni á öll gæði. Fyrirlesarinn sagði frá því að öll þróunarverkefni yrði að vinna í sátt við innfædda og þá sem færu með stjórnina. Það skipti öllu máli að þeir hefðu áhuga á verkefninu annars myndi það ekki ná í gegn. Hún nefndi dæmi um að mig um sundlaug eða eitthvað vatnsverkefni, það hefði tekist að ná því í gegn með því að vekja áhuga innfæddra höfðingja. Ef áhugi þeirra væri fyrir hendi þá gengi þetta en það var ekki nóg að þeir sýndu áhuga, hefð væri fyrir og þeir ætluðust til að fá eignarhluta skráðan á sig í öllu sem væri byggt án þess að hafa sjálfir lagt neitt til. það var nokkurs konar skattur á alla starfsemi í þróunarlandinu og það þýddi ekkert að starfa þarna nema fara að þessu, hluti af allri þróunaraðstoð færi að hluta í eignarhluta ættarvelda og stjórnmálamanna. Ég man hvað ég var hneyksluð eftir þennan fyrirlestur, getur þetta verið hugsaði ég, getur verið að Íslendingar og aðrar vestrænar þjóðir séu að veita þróunaraðstoð í svona bananalýðveldi?
Núna mörgum árum seinna átta ég mig á því að svona hefur stjórnarseta Sjálfstæðisflokksins verið. Í gegnum einhvers konar fjármálaflækjur þá hafa þeir sem fengu einhverja fyrirgreiðslu frá flokknum greitt fyrir hana, greitt með því að leggja stórfúlgur í flokkssjóði.
Margir æðstu menn í Sjálfstæðisflokknum sem ennþá eru í framboði og leiða lista tengjast svona málum. Það er líka þannig að stundum hefur með samvinnu bankastofnana og stjórnmálamanna í Sjálfstæðisflokknum og stórfyrirtækja verið búnir til einhvers konar pakkar til að gefa einstökum aðilum sem stundum eru bræður þeirra þeirra sem eru í framlínu stjórnmálanna alls konar fyrirgreiðslu. Þannig má rifja upp hvað gerðist þegar íbúðir og byggingar sem bandaríski herinn skildi eftir sig voru seldar. Hverjir fjármögnuðu þau kaup þegar bróðir fjármálaráðherra og fleiri Sjálfstæðismenn keyptu? Á hvaða róli er það mál núna? Hver á þessar byggingar núna? Ég geri ráð fyrir að það séu einhverjar af þeim bankastofnunum sem fjármögnuðu þessi kaup - eða kannski er ekkert búið að borga fyrir þessar eignir?
Sjá hérna:
Háskólavellir: Dumping á leigumarkaði
Annars er hér til gamans tveir þættir sem gera gys af útrásarvíkingum og stjórnmálamönnum samtímans.
Landsbankinn veitti 2 styrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.