8.4.2009 | 18:44
Þegar öllu er á botninn hvolft
Það er lítið hægt að segja um þær uppljóstranir sem nú koma fram um Sjálfstæðisflokkinn nema samhryggjast öllum heiðarlegum Sjálfstæðismönnum sem núna eiga mikið verk framundan að byggja upp stjórnmálaflokk sem er rjúkandi rúst.
Hér er ein af kosningaáróðursmyndunum sem birtust almenningi fyrir kosningarnar 2007. Sjáum við á brosinu á þessum manni að hann er þá nýbúin að taka við 30 milljón króna framlagi frá FL Group í sjóði Sjálfstæðisflokksins? Sjáum við að hann er þarna að plata? Ætlar þú að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í vor?
Geir segist bera ábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:45 | Facebook
Athugasemdir
Fyrsti setningin er forspá: „þegar öllu er á botninn hvolft“ - þ.e. þegar stjórn þessa flokks er búin að koma okkur á hvolf.
Þeir sem setja 30 millur (núvirði 40?) ætlast il þess að framlagið skili einhverju. Menn sem hafa það að stefnu að láta peningana vinna fyrir sig skella ekki svona fúlgum fram á tilgangs.
Geir tekur þetta á sig og yfirgefur sviðið. Snjallt.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.4.2009 kl. 18:50
án tilgangs - á það að vera.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.4.2009 kl. 18:51
... er traust efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins stærsta velferðarmál SSjálfstæðisflokksins.
Kolla (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.