Hvers á fólkið í Kraganum að gjalda? Hvað gera formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins?

Ég er með tilraunaútsendingu núna á rásinni
http://www.ustream.tv/channel/framsokn um þetta mál. Útsendingu lokið en hér er upptaka af henni:
Streaming Video by Ustream.TV
Eitt mikilvægasta atriðið í uppbyggingu Íslands er að tryggja hér gegnsærri stjórnarhætti og meira lýðræði. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu á stjórnlagaþing og breytingar á stjórnarskrá en hvað gera Sjálfstæðismenn? Akkúrat núna þá reyna þeir að halda uppi málþófi að því er virðist eingöngu til að tefja fyrir að frumvarp um stjórnlagabreytingar nái í gegn. Þeir eru líka að tefja fyrir að þing endi og þingmenn geti einhent sér í kosningaundirbúning. Þetta náttúrulega er allt í lagi fyrir þau Þorgerði varaformann og Bjarna formann Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert að vinna en öllu að tapa í næstu kosningum og svo eru þau Bjarni og Þorgerður Katrín ekki í neinu landsbyggðakjördæmi, þau eru bara hérna hinu megin við Kópavogslækinn og þurfa ekki að heimsækja marga staði í sinni kosningabaráttu. Það eru ekki svo margir vinnustaðir eftir í þeirra kjördæmum, allir farnir á hausinn eða að fara á hausinn og þau bæði í sama kjördæmi, Kraganum utan um Reykjavík. 

En það er skrýtið að Sjálfstæðismenn skuli enda þetta hörmulega stjórnartímabil sitt með því að bíta höfuðið af skömminni, reyna að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni og reyna að koma í veg fyrir meira lýðræði á Íslandi. Hvaða hagsmuni eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins að verja? Ekki hagsmuni Íslendinga, það er alveg ljóst. Og allra síst eru formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins að verja hagsmuni síns kjördæmis, hversu lengi sættir fólkið í Kraganum sig við að vera annars flokks, við að vigta í atkvæðamagni ekki nema að hálfu leyti á við fólk norðan heiða?

Núna hagar því þannig til að bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru úr sama kjördæmi, kjördæmi hinna veigaminnstu Íslendinga, kjördæmi þar sem mest atkvæðamagn er bak við þingsæti. Benda þau á þetta í sinni stjórnmálabaráttu? Reyna þau að breyta stjórnarskránni þannig að Ísland sé ekki bara réttlaust fólk í þéttbýlinu sem hefur lítil áhrif í kosningum og hefur lítil áhrif á hvernig farið er með auðlindir og náttúru Íslands? Er t.d. nokkur hemja að yfirráð yfir hálendi Íslands sé að mestu leyti í höndum sveitarfélaga þar sem aðeins örlítill hluti íbúa landsins býr? Eiga Reykvíkingar og fólkið í Kraganum engan rétt?

Í öllum kjördæmum nema Reykjavík og Kraganum þá berjast þingmenn fyrir hagsmunum síns kjördæmis. Í Kraganum er ástandið ömurlegast, þar er réttleysi íbúanna mest og þar eru núna bæði formaður og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi, Sjálfstæðisflokksins í framboði en hvað gerir þessi stjórnmálaflokkur annað en reyna að tefja öll mál sem til meira lýðræðis gætu horft á Íslandi. 


mbl.is Fær Kraginn þrettánda þingsætið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband