5.4.2009 | 18:25
Samsæriskenningar Perkins og Hudson í silfrinu, Framsóknarleiðin
Það var ekki beinlínis til að fylla mann bjartsýni og jákvæðni að hlusta á Silfrið í dag, þar ræddi Egill við Perkins og Hudson og þeirra boðskapur var að Ísland hafi verið leiksoppur og það sé ómögulegt að greiða þær skuldir sem fallið hafa á okkur og við ættum ekki að gera það, þetta sé ljótur leikur til að hafa af okkur auðlindir Íslendinga.
Það var áhugavert að heyra þá báða prédika framsóknarleiðina, leiðina um að eina vitið væri að afskrifa skuldir. Það er ótrúlegt að heyra í sumum tala eins og það sé verið að slíta hjartað úr þeim og að gefa einhverjum eitthvað með að afskrifa skuldir fyrirtækja og einstaklinga sem þegar eru meira og minna gjaldþrota, það má rifja upp að það sagði varla nokkur múkk þegar bankaeigendur seldu sjálfum sér sömu eigurnar fram og til baka og bjuggu þannig til grilljónir af gervipeningum í eigin vasa.
Það er eina vitið að afskrifa hluta skulda, það er bara spurning hvort 20 % er ekki allt of lítið, hvort það vigtar eitthvað í svona lömuðu hagkerfi. Húsnæði er á góðri leið með að verða verðlaust á Íslandi, menn verða að átta sig á því að sums staðar er húsnæði svo lítils virði að fólk vill ekki búa þar þó að húsnæðið sé nánast frítt.
En það var töluvert til í þessu hjá bæði Perkins og Hudson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér hefur alltaf litist vel á þessa tilögu Framsóknarmanna um niðurfellingu skulda að hluta. Perkins og Hudson eru full neikvæðir að mínu mati en við gætum komið hjólunum aftur á stað að nokkru með tilögum Framsóknar tel ég.
Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 20:53
Þeim fjölgar sem betur fer sem skilja þessa hugmynd.
Offari, 5.4.2009 kl. 21:40
Raunsæir og tæpitungulausr frekar en neikvæðir myndi ég segja Hilmar. En raunsæi er nú reyndar oft ruglað saman við svartsýni og neikvæðni sem er ekki gott.
Georg P Sveinbjörnsson, 6.4.2009 kl. 01:51
Vandi Framsóknarleiðarinnar er að hún tekur ekki á lánastöðu þjóðarbúsins við útlönd. Klárlega nauðsynleg aðgerð en ef ekki verður farið í að afskrifa skuldir þjóðarbúsins við umheiminn verður samfélagshrun á Íslandi óháð því hvernig við högum skuldum okkar við hvort annað.
Héðinn Björnsson, 6.4.2009 kl. 04:14
Héðinn: Framsóknarleiðin varðandi heimilin í landinu tekur ekki á lánastöðu ríkisins við útlönd. Það er allt annar pakki. Það verður að vera Stór framsóknarleið í því máli.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.4.2009 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.