Fjallabræður í Framsókn - Fyrir okkur öll

Það var líf og fjör í Framsóknarflokknum í Reykjavík í dag. Í dag hófst kosningabaráttan og það var opnunarhátíð í kosningaskrifstofu okkar í Borgartúni.  Hátíðin hófst með blaðamannafundi þar sem efstu menn á listum í öllu kjördæmum sátu fyrir svörum og kynntu kosningastefnuskrána.

opnun-kosningaskrifstofu-oddvitar.jpg

Þessi kosningabarátta er háð undir kjörorðinu  "Fyrir okkur öll"

Þegar alvarlegi hlutinn var búinn þá var veislukaffi og grill og skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna. Fjallabræður sungu nokkur ættjarðarlög. Hér er annað af tveimur vídeóum sem ég tók og blandaði saman blaðamannafundi og söng Fjallabræðra.


mbl.is Vaxtalækkun og niðurfærsla skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hvet þig til þess að lesa bloggið mitt áður enn þú tekur afstöðu. Kveðja Arnar.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Offari

Framsókn gengur illa að vinna sig upp úr trúverðuleikakreppuni. Því miður hefur þeim sem nauðguðu hagkerfinu líka tekist að nauðga þinginu og þar með gert flokka ótrúverðuga.  Framsókn hefur mikið gert til að reyna að byggja aftur upp traust en gamlar syndir virðast sitja fast.

Hugmyndir framsóknarmanna eru þær einu sem ég tel virka því allar aðrar hugmyndir byggjast á því að fasteignaverð og laun muni halda áfram að hækka. Ég get ekki séð að það sé að gerast.

Offari, 5.4.2009 kl. 09:43

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þar sem ríkisstjórnin hafnar helsta kosningamáli Framssóknarflokksins um niðurfærslu skulda fyrir heimilin í landinu á Framsóknarflokkurinn að lýsa yfir vantrausti á þessa ríkisstjórn.Þingmenn Framsóknarflokksins eru niðurlægðir frammi fyrir þjóðinni á Alþingi.Ef stjórnin fellur þá verður þingið að sjálfsögðu sent heim, því stjórnin mun ekki getað komið neinum málum fram eftir vantraust.Þetta baráttumál ritara Framsóknarflokksins um stjórnarskrá og stjórnlagaþing er minna virði en fólkið sem styður Framsóknarflokkinn, og getur beðið. Ef framsókn heldur áfram að styðja þessa ríkisstjórn þá fær hún í mesta lagi fimm þingmenn.Nú er komið nóg.  

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2009 kl. 10:21

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Framsókn styður ekki þessa ríkisstjórn nema bara af neyð, Ísland var stjórnlaust og hér var vanhæf ríkisstjórn og það er bráðnauðsynlegt að umboð sé endurnýjað í kosningum. Ef almenningur veitir Framsóknarflokknum ekki brautargengi í kosningum þrátt fyrir að flokkurinn hafi hagað sér og muni halda áfram að haga sér á ábyrgan hátt sem er fyrir okkur öll en ekki hugsa um augnabliksvinsældir þá verður bara að hafa það. Framsóknarflokkurinn er ábyrgt stjórnmálaafl.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.4.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þingmenn Framsóknarflokksins verða að fara að koma sér að verki sem er ekki síst það að útskýra fyrir kjósendum fyrir hvað þeir standa.Það á ekki að vera hlutverk Framsóknarflokksins að verja þann vitleysisgang sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir.Þar fyrir utan vilja hvorki VG né Samfylking sjá Framsóknarflokkinn né stefnu hans..Ein vika er langur tími í pólitik.Þingmenn Framsóknarflokksins sýna ekki ábyrgð í verki með því að styðja þessa vitleysu.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband