Úrslit í prófkjöri í Norðvesturkjördæmi

Gunnar Bragi

Guðmundur SteingrímssonSindri í BakkakotiElín Líndal

 

 

 

 

 

 

 Ég vil óska Gunnari Braga til hamingju með sigur og 1. sæti í prófkjöri Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi og þeim Guðmundi, Sigurgeir Sindra og Elínu til hamingju með sinn góða árangur. Það er kraftur og sóknarhugur í Framsóknarmönnum í þessu kjördæmi, það að auðséð! Það voru 1505 sem greiddu atkvæði í prófkjörinu. Gunnar Bragi sigurvegari prófkjörsins er Skagfirðingur.  Guðmundur Steingrímsson vinnur mikinn sigur að koma þarna nýr inn, bæði nýr í flokknum og byggðalaginu og lenda í öðru sæti. Í þriðja sætinu  var  svo  Borgfirðingur Sindri í Bakkakoti. Í fjórða sæti er Húnvetningur  Elín Líndal.

Hugleiðing um stöðu kvenna á landsbyggðinni

Það er nú reyndar athyglisvert að skoða hve ólíkt mynstur er í kynjahlutfalli á listum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.  Þetta verður örugglega rannsóknarefni sérfræðinga í framtíðinni og það má vel vera að þetta tengist hruni fjármálakerfisins og þeim byggðaáherslum sem eru í landsbyggðarkjördæmum. Þar er oft raðað á lista fyrst og fremst eftir búsetu t.d. ef það er Suðurnesjamaður í fyrsta sæti þá verður að vera Sunnlendingur í öðru o.s.frv.  Það getur verið að þetta sé fjötur um fót fyrir konur sem koma frá fámennari byggðalögum, ég held að  bæði Eygló Harðardóttir í Vestmannaeyjum og Elín Líndal úr Húnaþingi hafi goldið þess og það er á brattann að sækja  fyrir konur á landsbyggðinni í stjórnmálum. 

Nú er að bara að sjá hvort  endanlegi listinn verði þannig að Elín verði færð upp alveg eins og karlar færðust upp listann í Kraganum en þar sigruðu konur, þar voru konur í öllum fimm efstu sætum listans. Það er öflugt jafnréttisstarf í Framsóknarflokknum og það á að virka bæði fyrir karla og konur. Það er mikilvægt að listi til alþingiskosninga endurspegli breidd og fjölbreytileika í samfélaginu, það er best fyrir lýðræði í landinu að sem ólíkast fólk veljist á lista og þá skiptir kyn og búseta og aldur máli.

Hins vegar ætti kyn að vera miklu stærri breyta en búseta og aldur. Það er miklu mikilvægara að listar séu skoðaðir út frá kynjahlutfalli  einfaldlega vegna þess að kyn er mjög afgerandi þáttur í hvernig lífsskilyrði og aðstöðu  fólk kemur til með að  búa  við gegnum lífið og það er frekar óbreytanlegt, fólk getur flutt milli byggðalaga og fólk eldist.

En það er fátítt að kona verði karl eða karl verði kona.


mbl.is Gunnar Bragi sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Því miður höfði vestlenskir framsóknarmenn enga efnahagshrunsstýru til að setja í fyrsta sæti eins og í Kraganum. Magnús hætti. Eða er nóg að lita á sér hárið til að rísa aftur upp.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.3.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég óska Gunnari Braga til hamingju og vona að Elín verði færð upp eins og kynjakvótinn segir fyrir um.

Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband