7.3.2009 | 23:40
Sterkar konur hjá Framsóknarflokknum
Þetta er skemmtileg frétt, við fyrstu tölur þá er ástandið þannig hjá Framsóknarflokknum að konur eru í efstu fimm sætunum, þar af tvær af þingkonum flokksins í fyrstu tveimur sætunum. Ef þetta verður lokaniðurstaðan þá verður að færa einhverjar konur niður til að rýma til fyrir körlum sem þá komast inn út af kynjakvóta. Það er nú bara hið besta mál. Helmingur kjósenda í Suðvesturkjördæmi er karlmenn og það er atriði að lokalistinn endurspegli samfélagið og einn hópur sé ekki útilokaður frá því að koma þátttöku í stjórnmálum.
Ég er ansi ánægð með hvað konum gengur vel í prófkjörinu hjá Framsóknarflokknum í suðvesturkjördæmi, ég er hrædd um að þannig sé staðan ekki í öðrum flokkum. Svo vil ég benda á að kosningu um fólk á listana sem fór fram hjá okkur í Reykjavík í dag þá er staðan þannig að af átta efstu á lista eru fimm konur.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók af fundi okkar Framsóknarmanna í Reykjavík í dag:
Staðan enn óljós hjá Framsókn í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.