5.3.2009 | 17:56
Framsókn er flokkur félagshyggju og samvinnu
Það er gott að formaður okkar Framsóknarmanna tali skýrt um hvernig ríkisstjórn Framsóknarflokkurinn vill. Það er sams konar stjórn og meirihluti landsmanna. Það er stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki einleikið hvað Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að klúðra miklu, ég held að þar á bæ hafi menn gott að komast í frí og endurhæfingu.
Ég held að það hafi aldrei verið meiri þörf á stjórnmálaafli sem aðhyllist öfgalausa samvinnustefnu og félagshyggju.
Vill vera í vinstri stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef Sigmundur er alveg á því að vilja ekki stjórn með Sjálfstæðisflokki, af hverju útilokar hann ekki það stjórnarsamstarf?
Mér finnst þetta einmitt vera yfirlýsing frá formanninum um að flokkurinn ætli sér í stjórn, sama hvað það kostar. Kemur svo sem ekkert á óvart, enda hafa Framsóknarmenn ekki kunnað að vera í minnihluta...
Smári Jökull Jónsson, 5.3.2009 kl. 21:52
það er nú skrýtið að bjóða fram lista í Alþingiskosningum og sækjast ekki eftir því að komast í stjórn. Maður skilur ekki hvað slík stjórnmálaþátttaka á að þýða. Auðvitað sækist Framsóknarflokkur eftir að vera í stjórn, auðvitað sækjast stjórnmálaflokkar eftir áhrifum. En það eru skýr skilaboð að Framsóknarflokkurinn sækist ekki eftir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.3.2009 kl. 22:06
haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 08:29
Þá liggur beinast við að segja að þeir sækist eftir samvinnu við einhvern af hinum flokkunum. Slík yfirlýsing myndi styrkja flokkinn held ég.
Finnur Bárðarson, 6.3.2009 kl. 10:28
Þú ert greinilega trú þínu liði, Salvör, sama hvað á hefur gengið. Merkilegt hvað annars vel gefin og hæfileikarík kona getur verið blind þegar pólitík er annars vegar. En framsókn þarf lengri tíma en meðal hundur til að hreinsa sig af ósóma liðinna ára því hann er inngróinn í allar stoðir flokksins. Spilling, hentistefna og eigin hagsmuna pot verður ekki þvegið af flokknum með því einu að stilla upp nýjum formanni. Það er nefnilega ljóst hvaða karlar stjórna flokknum bak við tjöldin. Nei, framsókn á ekkert erindi í ríkistjórn.
Kjartan Heiðberg, 6.3.2009 kl. 16:25
Kjartan ég er hjartanlega sammála þér. Hverjir voru það t.d. sem högnuðust best á kvótanum hjá Framsóknarflokknum ? Er fólk virkilega svona blint í Framsókn, og heldur þetta sama fólk að það geti bara gjörsamlega haldið áfram að ganga yfir okkur hér í landinu ? Við höfum ekkert að gera með Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn í stjórn eftir næstu kosningar. Þessir flokkar eru eiginhagsmuna potarar og hafa verið að hugsa um allt annað en hags fólksins í landinu, þeir voru að hugsa um sjálfa sig allan tíman. Það eru heilu fjölskyldurnar, barnafjölskyldurnar að fara á hausinn, í gjaldþrot þessa dagana. Eitt þannig gjaldþrotadæmi stendur mjög nálægt mér, sú fjölskylda er með fjögur lítil smábörn, og í þeirri fjölskyldu var ekki verið að leika sér að spreða í allar áttir. Við þurfum ekki Framsókn eða sjálfstæðisflokk aftur í stjórn, né Framsókn með vinstristjórn. NEI TAKK !
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 7.3.2009 kl. 07:50
Guðbjörg: Þú segir "Þessir flokkar eru eiginhagsmuna potarar og hafa verið að hugsa um allt annað en hags fólksins í landinu, þeir voru að hugsa um sjálfa sig allan tíman". Ég vil biðja þig og aðra sem hafa tjáð sig á þessum svarhala að athuga að stjórnmálaflokkur er samsafn af fólkinu sem í honum er og þeim litla hópi sem ræður ferðinni hverju sinni. Það er eitt sem fólk ætti að athuga, það er að almenningur sem núna hrópar hátt um sekt stjórnmálaflokkanna hefur ekki staðið sína plikt. Almenningur hefur upp til hópa verið mjög áhugalaus um stjórnmál og eftirlátið svið stjórnmála til þeirra sem áttu þar ekkert erindi og voru hugsanlega handbendi athafnamanna sem vildu ráðskast með Ísland. Afleiðingarnar þekkjum við.
Það er mjög mikilvægt að allt hugsandi fólk sem aðhyllist hugsjónir samvinnuhreyfingar átti sig á því að það verður að starfa í þeim stjórnmálaflokki sem stendur fyrir þær hugsjónir og það verður að sveigja hann til betri vegar ef kúrsinn sem flokkurinn hefur tekið er ekki góður.
Íslenskur veruleiki í dag er fjórir flokkar og það er ekkert sem bendir til að það breytist mikið. Það er tregðukerfi í samfélaginu. Það er því mikilvægt að það sé gott fólk með hugsjónir í öllum þessum fjórum flokkum.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.3.2009 kl. 08:36
Salvör: Ég sendi tölvupóst á ellefu þingmenn ekki alls fyrir löngu, tvo til þrjá þingmenn í hverjum flokki. Þessa þingmenn spurði ég hvernig þeir ætluðu að beita sér fyrir því að hjálpa barnafjölskyldum í landinu sem væru að missa allt ofan af sér, fjölskyldur sem eru að fara í gjaldþrot. Ég er að tala um barnafjölskyldur sem eiga ekki fyrir fiski eða kjöti fyrir börnin sín. Það var aðeins einn þingmaður sem svaraði mér til baka, Salvör taktu eftir, AÐEINS EINN = 1 sem sendi mér svar til baka. Það kom ekkert svar frá hinum þingmönnunum. Hvaða hugsjónir hafa þessir þingmenn sem ég sendi tölvupóstinn á ? Ég hef fylgst mjög vel með stjórnmálum í gegnum árin, eiginlega of vel til þess að ég er búin að fá nóg af þessum flokkum. Ég ætla bara rétt að vona að íslensk pólití breytist mikið eftir næstu kosningar og aðvið sjáum fólk á þingi sem er tilbúið að vinna t.d. fyrir þær barnafjölskyldur sem eru að verða komnar í gjaldþrot. Salvör ekki beina þessu til mín sem mér finnst þú vera að gera hér að ofan að ég hafi ekki fylgst með.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 8.3.2009 kl. 00:31
Mig langar að það komi fram hér að Atli Gíslason þingmaður var sá eini sem svaraði mér til baka. Atli er greinilega maður fólksins í landinu og er fyrir löngu búinn að sýna það og sanna.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 8.3.2009 kl. 00:44
Guðbjörg Elín: Atli er frábær, ég er ekki hissa á að hann hafi skrifað þér.
Leiðinlegt að þú hafir ekki fengið svör frá Framsóknarþingmönnum, ég ætla að taka þetta upp á fundi hjá okkur, að þingmenn okkar í Reykjavík beiti sér fyrir að svara alltaf strax. Málið er hins vegar að akkúrat núna höfum við enga þingmenn í Reykjavík.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.3.2009 kl. 11:35
Sæl Salvör og takk fyrir þetta. En ég tel það ekki endilega þannig vera, að það snúist um hvort Framsókn hafi eða eigi þingmenn í Rvík. Ísland er meira en Rvík, og það er fólk inná þingi sem eiga að vera að vinna fyrir alla landsmenn, ekki satt ? Það vill nefnilega ansi oft gleymast hjá þingmönnum, hverjir það eru sem þeir eru í vinnu fyrir. Fólkið í landinu kýs þá til vinnu.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 8.3.2009 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.