7.2.2009 | 14:47
Sigmundur Ernir sá ljósið - Startaði hann búsáhaldabyltingunni?
Það er gaman að fylgjast með hvað margir fá núna vitranir um að þeir eigi að stjórna Íslandi. Til að fá að stjórna Íslandi þá þarf maður að fá umboð í kosningum. Til að fá umboð í kosningum þarf maður að bjóða sig fram. Þessir sem hafa fengið köllun geta auðvitað stofnað sérstakan stjórnmálaflokk í kringum sjálfan sig. Gallinn er bara sá að það hefur ekki virkað neitt sérstaklega veð. Sjáið þið bara Ómar Ragnarrsson ástmög íslensku þjóðarinnar. Öll þjóðin gekk með honum niður Laugaveg og fékk heilmikla bakþanka og pældi í "við hefðum ekki átt að fara svona geyst í þessar virkjanir, við hefðum átt að hlusta á Ómar". En kaus hann ekki. Sjáið bara Pétur Guðjónsson og flokk mannsins. Hmmmm... þýðir ekkert að taka það dæmi... enginn man eftir Pétri lengur, Pétri sem fékk vitrun á einhverju útlensku fjalli. Best að taka nærtækara dæmi. Sjáið þið bara Ástþór, ekkert gengur honum að fá fólk til að kjósa sig. Reyndar þegar ég hugsa um þetta þá er ein undantekning og það er Jóhanna. Er ekki rétt að hún hafi stofnað Þjóðvaka af því að hún tapaði í formannskjöri við Jón Baldvin? Reyndar var svo stofnun Þjóðvaka eins og múrbrot sem braut upp flokkakerfið á Íslandi. Svo má ekki gleyma litríkum stjórnmálamönnum eins og Vilmundi Gylfasyni
Hann fékk fyrst sína fremd í gegnum pabbaflokkinn, flokkinn þar sem pabbi hans var formaður og ráðherra eins lengi og elstu menn muna og var Vilmundur vonarstjarna þar. Svo þegar hann tapaði í varaformannskjöri bara með 12 atkvæða mun þá skráði hann sig úr flokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna. Fáir kusu það hins vegar.
Sigmundur Ernir fékk köllun og hann þurfti bæði að velja sér flokk og kjördæmi. Hann fór troðnar slóðir í að velja sér flokk - fattaði að þeir sem skrifa bækur um Framsóknarleiðtoga og teyga þannig í sig framsóknarhugsjónir hafa bestu möguleikanna í Samfylkingunni. Sjáið bara Dag Eggertsson, skrifaði hann kannski ekki bók um Steingrím Hermannsson og varð svo leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík og hundraðshöfðingi, var hann kannski ekki borgarstjóri í 100 daga? Sigmundur Ernir fetar í fótspor Dags og ætlar sér örugglega mikinn frama í Samfylkingunni, sennilega stefnir hann að formennsku enda Sigmundur mjög foringjalegt nafn og fyrrum fréttamenn með kraftmikil nöfn og góðan skjáþokka virðast bruna rakleitt í foringjasætin núna.
Annars óska ég Samfylkingunni til hamingju með nýja liðsmanninn og foringjaefnið Sigmund Ernir. Það veitir ekki af hjá Samfylkingunni þessa daganna að fagna öllum nýjum liðsmönnum, það er svo mikið um brottfall hjá þeim núna, enginn vill vera bendlaður við þessa undarlegu stjórn sem hrökklaðist nýlega frá störfum.
Það er samt alveg metfyndið hvað einn maður getur kúvent á skömmum tíma. Það væri gaman að spila aftur og birta það sem Sigmundur Ernir sagði um mótmælendur sem trufluðu Kryddsíldina sem hann stjórnaði á Gamlársdag. Núna talar Sigmundur Ernir alveg eins og hann hafi aldrei látið sig vanta á Austurvöll, allur að berjast fyrir hag fjölskyldna í landinu og talar fjálglega um búsáhaldabyltinguna. Maður gæti haldið að hann hefði startað henni eins og hann talar núna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2009 kl. 06:57 | Facebook
Athugasemdir
Í þessu sambandi vil ég benda á Blogg frá Herði Svavarssyni á eyjan.is
hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 14:52
las þetta http://hordur.eyjan.is/2009/02/elituframbo-ernis.html
ég er nú sammála að Sigmundur Ernir er fínn maður og stendur sig örugglega vel í stjórnmálum sem og fjölmiðlun. En hann er mikill tækifærissinni, sennilega hefur maður ekki ráð á öðru með stóra fjölskyldu en pæla í atvinnu sem er sem föstust í hendi og velja sér flokk og kjördæmi miðað við það.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.2.2009 kl. 15:13
Er nokkuð að því að sjá ljósið. Sumir kjósa að taka sólgleraugun aldrei af sér til þess að sjá aldrei ljósglætuna.
Finnur Bárðarson, 7.2.2009 kl. 16:10
"Rekinn" frá 365 í gær
Í framboð fyrir 365 í dag!
Skítlegt eðli (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:04
Startaði hann ekki annars líka tugmilljóna rafmagnskaplabyltingunni sl. gamlársdag ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 07:57
Æji hann er ekki trúverðugur blessaður maðurinn. Gjörsamlega með sjálfan sig á heilanum. Minnir illþyrmilega á forseta vorn.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 11:34
Ég vil taka undir síðustu athugasemd. Sigmundur Ernir á heilmikið skylt með Bessastaðaáþjáninni.
Sigurður Sveinsson, 8.2.2009 kl. 12:25
Hvað er fólk alltaf að pirrast á forsetanum.
Glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar, og Dorrit svona frumleg og alþýðuleg. sei sei.
hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.