30.1.2009 | 17:28
Norska gjaldmiðilstengingu já takk!
Þetta er ekki hægt. Ég er svo sammála honum Steingrími að það er ekki eðlilegt. Ég myndi líka allra helst vilja norska gjaldmiðilstengingu, mér finnst það góð hugmynd.
Norðmenn eru sú frændþjóð okkar sem við eigum mestan samhljóm með í atvinnumálum og hagsmunagæslu og náttúruvernd á Norðurslóðum ásamt því að eiga sameiginlega menningararfleifð. Það er líka "shock capitalism" að ætla að æða inn í Evrópubandalagið núna út af ónýtum gjaldmiðli. Sérstaklega þegar það er haft í huga að það tekur mörg, mörg ár að komast inn í myntbandalagið og við munum ef að líkum lætur og ef við verðum látin kikna undan einhverjum Icesave skuldum aldrei í fyrirsjáanlegri framtíð ná þeim stöðugleika og hallalausum rekstri ríkisfjármála sem þarf. Það er auk þess fyrirsjáanlegt að það er langbest að Noregur og Ísland fylgist að í samningaviðræðum við Efnahagsbandalagið en örvæntingarfullt hopp Íslands að reyna að þrengja sér inn með leifturhraða.
Það bendir margt til þess að Evrópusambandið sé góður kostur bæði fyrir Noreg og Ísland en það á að skoða það af yfirvegun og með alvöru þess sem þarf að gæta vel að viðkvæmri heimskautanáttúru á sjó og landi. Uppurin og ónýt fiskimið innan Evrópusambandsins eru ekki góður minnisvarði um hvernig ríki þar hafa staðið að náttúruvernd á svæðum sem ekki eru í einkaeigu. Tíminn vinnur hins vegar með náttúruvernd og skilningi á sjálfbærri nýtingu þannig að út frá umhverfissjónarmiði er betra að fresta því sem lengst að þessar þjóðir gangi í bandalagið. Líklegt er einnig að orka og fiskur verði ennþá meiri auðæfi þegar tíma líða fram. Satt að segja eru orkumál í alvarlegu ástandi innan Evrópusambandsins eins og sást á því hve illa sum ríkin stóðu þegar gasleiðslur frá Rússlandi tepptust. Út frá öryggissjónarmiðum, sérstaklega ef til stríðs kemur þá eru ríki Evrópusambandsins þar ekki vel sett.
Ef málið er skoðað frá sjónarhóli Evrópusambandsins þá er mikill fengur þar að fá inn bæði Noreg og Ísland. En fyrir okkur er sennilega betra að vera í samfloti með Norðmönnum og fara inn þegar þeir fara inn. Samningsstaða Norðmanna varðandi fiskistofna er mun betri ef Ísland er ekki innan Ebe. Norðmenn ættu því að tryggja okkur einhvern stöðugleika í myntmálum, þeir hafa digra olíusjóði og geta það alveg. Það eru þeirra hagsmunir. Við höfum ekkert val. Norðmenn hafa það val að þeir geta boðið okkur upp á val.
Hugnast norska krónan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Facebook
Athugasemdir
Norðmenn neituðu þessu í fyrra. Þetta er ekki mögulegt að seðlabanki norðmanna geti tekið ábyrgð á islensku kronunni. Evran er eina retta leiðin.Afhverju er því haldið fram að ESB fólkið seu einhverjir ræningjar?
Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:36
Algerlega sammála um 'shock-capitalism'. Við núverandi aðstæður var það algjör tækifærismennska hjá Samfylkingunni að setja á oddinn þetta mál sem tekur mörg ár að vinna.
Olli Rehn, yfirstjórnandi stækkunarmála ESB, má eiga það að hann er duglegur að tryggja sig eigið atvinnuöryggi, en eftirfarandi ummæli hans segja mér allt sem ég þarf að vita um þær hvatir sem liggja að baki útþenslustefnu sambandsins:
"If Iceland applies shortly and the negotiations are rapid, Croatia and Iceland could join the EU in parallel. On Iceland, I hope I will be busier. It is one of the oldest democracies in the world and its strategic and economic positions would be an asset to the EU."
Lausleg þýðing: asset = eign. Hann er að segja að stjórnunar- og efnahagsleg staða landsins yrði eftirsóknarverð eign Evrópusambandsins. Veit ekki með aðra en ég vil frekar búa í landi sem viðeigum sjálf, sem það byggjum. Auk þess hafa mestu uppgangstímar þjóðarinnar orðið frá því landið varð fullvalda.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2009 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.