28.1.2009 | 13:06
Norðvesturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi
Gaman að heyra af kosningabaráttu Framsóknarmanna sem núna er að hefjast. Margir vilja auðvitað vera í efstu sætum Framsóknar enda meðbyrinn mikill og málefnastaðan góð. Ég vil benda öllum sem vilja kynna sér Norðvesturkjördæmi á að íslenska wikipedia er með góðar upplýsingar um kjördæmið. Eftirfarandi sveitarfélög eru í Norðvesturkjördæmi: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Bæjarhreppur, Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Höfðahreppur, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.
Það búa 30.120 í Norðvesturkjördæmi og er helmingur þeirra á Vesturlandi, fjórðungur á Vestfjörðum og fjórðungur á Norðurlandi vestra. Það eru 9 þingmenn (8 kjördæmakjörnir og 1 jöfnunarmaður).
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti í Norðvesturkjördæmi árið 2007 var 2.347
Þess má geta að árið 2007 var Guðmundur Steingrímsson í framboði í Suðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna en náði ekki kjöri. Hann var reyndar mjög nálægt því, var úti og inni alla nóttina eins og Samúel.
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti í Suðvesturkjördæmi árið 2007 var 4.549
Ég vil benda öllum íbúum Suðvesturkjördæmis á þetta misvægi atkvæða. Hvert atkvæði í Norðvesturkjördæmi vegur helmingi meira en hvert atkvæði í Suðvesturkjördæmi. Hvað segja Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi við því? Er þetta eðlilegt?
Þarf ekki að breyta svona hlutum?
Guðmundur: Stefnir á fyrsta sætið í NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst mjög mikilvægt að fólk í Kraganum og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu gæti að rétti sínum og að það hafi ekki miklu minna atkvæðamagn en aðrir landsmenn.
Ungt fjölskyldufólk býr margt í Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Margt af því er nýlega búið að byggja. Kreppan skellur hvað mest á þennan aldurshóp. Það er svo nöturleg skilaboð ef það fólk hefur svo líka minnst vægi á bak við hvert atkvæði.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.1.2009 kl. 13:19
þegar grant er skoðað er ennþá ekki orðið tvisvar sinnum fleiri í SV á við NV. en ef það verður flyst þingmaður til. þetta á við öll kjördæmi. þú ættir kannski að kynna þér kosningarlöggjöfina og kjördæmaskipun áður en meira bull vellur út úr þér.
Fannar frá Rifi, 28.1.2009 kl. 13:30
Heil og sæl,
Í fyrra skrifaði ég grein sem fer yfir stöðu þessara mála á landsvísu en greinin heiti "Hvað þarf marga Hafnfirðinga til að kjósa Alþingismann."
http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/hvad-tharf-marga-hafnfirdinga-til-ad-kjosa-althingisman/
það er kannski rétt að benda sérstaklega á töflu þá sem ég henti upp í greininni þar sem ég "leiðrétti" þingmanna fjölda á milli kjördama, en hana er að finna hér:
http://www.vefritid.is/wp-content/uploads/2008/04/tafla120.jpg
En það er gaman að "Fannar frá Rifi" skuli finnast það í lagi að atkvæði greitt í Suðvestur kjördæmi vegi einungis 51,3% af atkvæði greiddu í Norðvestur. Hann meira að segja er með kjaft og útúrsnúning vegna þess.
Kv. Þórir Hrafn
Þórir Hrafn Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 14:19
Frábært framsókn fær 3 Guðmundur er sterkur
leedsari (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:29
Þórir. kynntu þér löginn. ef það er 2 sinnum fleiri atkvæði á bak við einn þingmann í einhverju kjördæmi, þá flyst þingmaður á milli kjördæma. mjög einfalt.
ég er að reyna að benda þér á að þetta er bundið í stjórnarskrá og þessi grein er ekki hægt að breyta nema 75% atkvæða, tveggja þinga.
Fannar frá Rifi, 28.1.2009 kl. 15:10
málið er nú ekki svona einfalt, atkvæði greidd frjálslyndum í suðvesturkjördæmi komu Kristini H inn, á sama hátt komu atkvæði greidd framsókn í Reykjavík Höskuldi Þórhallssyni inn í Norðaustukjördæmi.
Það er svo að atkvæði nýtast flokkum á milli kjördæma en ég tek heilshugar undir að þessu þarf að breyta það þarf að vera ljóst hvern maður er að kjósa.
ingvi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:40
Fannar frá rifi:
Lögin eru reyndar ekki þannig.
Ef að það eru tvisvar sinnum fleiri atkvæði á bak við þingmann í tilteknu kjördæmi (X) heldur en í öðru tilteknu kjördæmi (Y) fyrir kosningar 2009, þá skal landskjörstjórn flytja þingmann frá kjördæmi X til kjördæmis Y fyrir kosningarnar þar á eftir (væntanlega árið 2013). Þetta gerist sjálfkrafa skv. 31. gr. stjórnarskrár og 9. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.
Hins vegar er ljóst að heimilt er fyrir alþingi að flytja þingsæti frá X til Y, með samþykki 2/3 hluta atkvæð þó að ekki sé tvöfalldur atkvæðamunur á þeim. Sú heimild er svo sannarlega ekki bundin samþykkt 75% atkvæða tveggja þinga!
Samkvæmt 3. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar skulu kjördæmissæti hvers kjördæmis aldrei vera færri en sex talsins, en svo segir: "Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi skal að öðru leyti ákveðinn í lögum....."
Í 6. mgr. 31. gr. er svo kveðið á um það að ekki megi breyta lögum um tilhögun um útdeildingu þingsæta nema með samþykki 2/3 atkvæða á þingi. Þau ákvæði sem fjalla um þetta atriði núna er einkum að finna í II. kafla laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.
Það eina sem þyrfti því að gera til þess að færa þingsæti frá Norðvestur kjördæmi til Suðvesturs kjördæmis væri því að leggja fram lagafrumvarp á þingi og samþykkja það með 2/3 atkvæða. Þar sem ekki er um stjórnarskrárbreytingu að ræða þyrfti ekki að fá rjúfa þing og fá samþykki annars þings.
Til að súmmera þetta upp: Nákvæm útdeiling á fjölda þingsæta í hverju kjördæmi er ekki stjórnarskrár bundin, heldur er einungis sett sex sæta lágmark á hvert kjördæmi. Það þarf því ekki að fá samþykki tveggja þinga til þess að breyta þessu.
En hvaðan hugmynd þín um að 75% atkvæða þurfi til að breyta þessu hef ég ekki reyndar ekki hugmynd um.
Með því að kynna þér 31. gr. stjórnarskrárinnar og lög nr. 24/2000, hefðir þú getað komist að þessu öllu saman. Svo hefður þú getað lesið greinina mína sem ég setti inn í fyrri póst, þar fór ég ágætlega yfir þetta.
Þórir Hrafn Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 16:01
Fannar frá Rifi:Vinsamlegast notaðu ekki í athugasemdum á þessu bloggi orðbragð eins og "...áður en meira bull vellur út úr þér." þegar þú vísar til orðræðu annarra. Ef þú getur það ekki þá bið ég þig að tjá þig á eigin bloggi.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.1.2009 kl. 16:42
Ég bý í Norðvesturkjördæmi og ég er sammála þér. Atkvæðavægi á að vera eins á landinu öllu og helst vildi ég kjósa fólk en ekki flokka.
Má ég líka benda á annan vinkil á málinu ? Það fylgja því ekki eintómir kostir að atkvæðavægið sé meira hér en annars staðar á landinu. Þegar fólk í kjördæminu kýs "vitlaust",... þá vegur það of mikið.
Anna Einarsdóttir, 28.1.2009 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.