Til hamingju Sigmundur, Birkir, Eygló

Það var svo mikill hiti á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina að brunaboðar í Valsheimilinu fóru í gang rétt áður en gengið var til kosninga um formann. Það voru nálægt 900 manns  sem greiddu atkvæði í formannskjöri  og þetta var landsfundur flauelsbyltingar í Framsóknarflokknum.

Úrslit kosninganna komu verulega á óvart, ég hugsa að enginn hafi séð þetta fyrir. Úrslitin sýna að það var sterk krafa á endurnýjun og að inn kæmi nýtt fólk. Ég held að undir forustu Sigmunds Davíðs þá séu nýir tímar að hefjast í Framsóknarflokknum.

Nýja forustan í Framsóknarflokknum er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birkir Jón Jónsson og Eygló Harðardóttir. Ég óska þeim öllum innilega til hamingju með að hafa valist til þessara trúnaðarstarfa og vona  að þau myndi samstillta heild sem hjálpar okkur að gera Framsóknarflokkinnað leiðandi afli í íslenskum stjórnmálum.

Hér eru fréttir af kosningunum:

Bylting í Framsókn bara byrjunin (smugan.is)

Óvænt úrslit hjá Framsókn (eyjan.is)


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband