Bónusbjáninn og skrílfréttamennska

Ég var á fundinum á Austurstræti í dag. Katrín var frábær en hinir ræðumennirnir höfðuðu ekki til mín, ég missti þráðinn þegar þau töluðu. Enda var ég að fylgjast með þegar Neyðarstjórn kvenna klæddi Jón Sigurðsson í bleikan kjól og svo ýmis konar skrílslátum. Sérstaklega var ég að fylgjast með hvernig þeir ljósmyndarar og myndatökumenn sem þarna voru skrásettu atburðinn. Hvað vakti athygli þeirra. 

Pressuna þyrstir í fréttir á válegum atburðum, róstum og stríðsátökum. Það var gaman að fylgjast með hvernig myndagammar sveimuðu í kringum tvo litla stráka til að reyna að taka mynd af þeim að kasta eggjum eða klósettpappír í Alþingishúsið. Það var samt enginn sem sagði  “Ég get nú kannski fengið einhvern til að kasta eggi rétt á meðan við erum live á eftir” eins og íslenskur fréttamaður heyrðist segja einu sinni þegar hann áttaði sig ekki á að útsendingin væri hafin. En ef horft er á þetta myndskeið þá sést að þetta þrá allir þeir sem eru að skrásetja viðburðinn.

Það voru nokkrir að kasta eggjum og athygli fjölmiðla beindist að þeim

 


Þær fengu viðtal og á þessu myndbroti má heyra ljósmyndara reyna að fá einn litla strákinn sem var með eggjakösturum reyna að stilla sér upp.

Svo fylgdist pressan með einhverjum sem klifraðu upp á svalir Alþingishússins og komu þar fyrir skilti. Mér fannst þetta skilti reyndar frekar beitt. Alla vega fyndnara og beittara en bónusfáni á hún Alþingishússins.


Þá um bónusbjánann sem setti fánann á Alþingishúsið.

Ég áttaði mig ekki á þeirri aðgerð, mér fannst hún mikil vanvirðing við Aþingi og alla Íslendinga, ég vil svo sannarlega ekki að fáni einhverra viðskiptasamsteypna blakti við hún á Alþingishúsinu. Það er líka mikill áfellisdómur um öryggi í Alþingishúsinu að fólk skuli geta komist þar inn til að  draga þar einhverja fána að hún. Hvaða fáni verður dreginn þar að hún næst?

En það var afar, afar misráðið af lögreglu að handtaka þennan bónusstrák kvöldið fyrir mótmæli og sérstaklega er ámælisvert ef einhverjir hnökrar eru á þessu þ.e. handtakan er ólögmæt.

Ég var mjög undrandi í lok mótmæla fundar á Austurvelli þegar Hörður Torfason sem hefur hingað til stýrt þessum mótmælum vel og passað að þau væru ekkert sem tengdist skrílslátum hvatti fundarmenn til að gera aðsúg að lögreglustöðinni.  Þessi uppákoma við lögreglustöðina var ekki friðsamleg mótmæli og baráttufundur.

Ég held að strákurinn sem brölti með Bónusfánann sé sams konar týpa og Skjöldur Eyfjörð og þrífist á svona uppákomum.  Þó ég vilji núverandi ríkisstjórn burt þá vil ég ALLS EKKI svona fólk eins og Hauk Hilmarsson í fylkingarbrjósti sem hetjur sem boða byltingu. Haukur þessi skrifar m.a. greinina

Góðir dagar - íslenska byltingin

og aðrar slíkar. Hér er líka fróðlegt viðtal við Hauk Hilmarsson  þar sem hann er gerður að hetju í mannréttindamálum í Palestínu.  Gísli Freyr hefur sitt hvað við það að athuga og segir:

Ég var laminn...

 

Ég held að lögreglan hafi gert mistök með handtökunni og ég held að Hörður Torfason hafi gert mistök með því að hvetja til uppþots.   Ég  vil ekki  sjá stjórnleysi og óeirðir á Íslandi. Allra síst vil ég að stráklingar sem þrífast á fætingi og finnst bara gaman að svona uppþotum verði settir á stall sem einhvers konar hetjur.

 

Ég vona að hugsandi fólk á Íslandi skilji að núna er kominn tími fyrir Neyðarstjórn kvenna.

 


mbl.is Fanganum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki blés Hörður til ofbeldisaðgerða og ítrekar það nægilega oft til að þú ættir ekki vísvitandi að mistúlka hlutina. Hann hvatti til mótmæla vegna vafasamrar handtöku og valdbeitingar, sem ekki er hægt að líða lögregluyfirvöldum. Bara svona til að þeir geri þetta ekki að kæk.  Ég er viss um að Hörður er jafn leiður og aðrir yfir hvernig úr þessu spilaðist, en þetta var samt ágætis mælistika á hversu eldfimt ástandið er orðið.  Ég er nokkuð viss um að það verða enn smávægilegri hlutir, sem munu leiða til uppþots, er upp úr sýður.

Sammála er ég þó að hallærislegheitin gengu út yfir allan þjófabálk með óvirðingu feministanna við Jón Sigurðsson.  Ég held að flestir geti verið sammála um það. Sú ótrúlega tækifærismennska fullorðinna kvenna til að vekja máls á gælumálstað sínum mitt í öllu þessu, fannst mér til háborinnar skammar.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hörður hvatti fólk til að fara að lögreglustöðinni. Hann hefði átt að vita að það var mjög eldfimt ástand, það skynja allir og Hörður hefur einmitt brugðist vel við því. það hefði verið í lagi hjá honum að tilkynna að fólk ætlaði að fara að lögreglustöðinni, ekki að setja þetta upp sem mótmælaaðgerð.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.11.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Hvað er það sem fær þig til að trúa að Skjöldur sé "svona" maður sem þrífst á uppákomum ég missti þráðinn alveg þarna því ég næ bara ekki tengingunni þarna á milli.

Kreppa Alkadóttir., 22.11.2008 kl. 21:29

4 identicon

Mér fannst Bónusfáninn alls ekki vanvirðing við Alþingi, heldur einmitt táknrænn fyrir þá stöðu sem Alþingismönnum (a.m.k. einhverjum) fannst þeir komnir í. Einmitt barátta fyrir því að Alþingi fái aftur ákvarðanavaldið sem virðist gersamlega horfið úr höndum þeirra.

Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:13

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Kreppa: Tengingin að bera saman Skjöld og Hauk er að þeir eru báðir svona gjörninglistamenn, Skjöldur er sjálfur listaverk og það sem Haukur gerir er nú eins konar gjörningur.  Skjöldur er alltaf með eitt besta atriðið í Gay Pride og ég hlakka alltaf til að sjá hvað hann gerir næst. Á sama hátt held ég að  Haukur Bónusfánaberi þrífist á mótmæla- og róstuuppákomum og reyni að toppa önnur atriði þar. Ég er ekki að efast um að þeir séu hugsjónamenn báðir. Skjöldur er maður listarinnar. Veit ekki hve listrænn bónusfáni er en svona gjörningar eru nú listrænir. Annars orti einu sinni ungur maður Bónusljóð. Það var áður en hann skrifaði bók um Framtíðarlandið.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.11.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Kristján Þór: Það er fínt að mótmælendur geri eitthvað og vissulega þyrstir alla í breytingu. Það er hins vegar þannig að ef við á annað borð ætlum að halda hér uppi lýðræðissamfélagi og samfélagi samræðu og samvinnu þá verður það ekki gert með skrílslátum og valdsmannlegum uppákomum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.11.2008 kl. 22:22

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Kristín: Bónusfáninn hefur eflaust mismunandi merkingu, ég var ekki á þeim fundi þannig að ég hef ekki skilið þetta eins og þeir sem voru á fundinum. Mér fannt bónusfáninn ekkert fyndinn. Í fyrsta lagi út af virðingarleysi við Alþingi og í öðru lagi út af matvöruversluninni Bónus sem alla vega ég á ekkert sökótt við. Bónus er ekki sama og Baugur.

Varðandi Alþingi þá er það vissulega fyrst og fremst afgreiðslustofnun fyrir lög sem koma beint frá Brussel. Mig minnir að einhver segði að yfir 70% af lögum eru þannig bara íslenskar þýðingar. Núna virðast þingmenn ráfa um í einhverju tómarúmi, ekki vitandi hvað þeir eiga að gera og ekki hafandi neitt hlutverk í Íslandi sem brennur upp innan frá og vegna ógnarkrafta að utan. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.11.2008 kl. 22:28

8 identicon

"Varðandi Alþingi þá er það vissulega fyrst og fremst afgreiðslustofnun fyrir lög sem koma beint frá Brussel. Mig minnir að einhver segði að yfir 70% af lögum eru þannig bara íslenskar þýðingar."

 Ódýr lög afgreidd hratt í gegnum Alþingi rétt eins og vörur í bónus, og þeir sem græða á þeim eru eigendur Bónuss og aðrir auðmenn..! Þessi strákur hefur hugsjónir og er aðeins að reyna að koma þeim á framfæri, eða afhverju heldurðu að hann sé að fela sig á bak við grímu? Löggan þekkir hann vel, svo það ekki til að fela sig fyrir henni get ég sagt þér, heldur til þess að athyglin beinist að verknaðinum og merkingu hans, en ekki manninum eða persónu hans.

 Mér heyrist þú sért ekki allsendis ánægð með ástandið í landinu, en það ástand er ekki á ábyrgð nokkurs mótmælenda, heldur ríkisstjórnar og þeirra sem með valdið fara. Það er tími til kominn að fólkið í landinu - skríllinn - standi upp, allir saman, og berjist með mönnum á borð við Hauk, en ekki á móti þeim!

Jórunn (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:57

9 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Mér fannst þetta með Bónus fánann svona "king of the hill" dæmi.  Gert í múgæsingu.  Þetta hefur trúlega verið lítið hugsað.

En að ráðast inn á lögreglustöð?  Er ekki í lagi með fólk? 

Svona múgsefjun er ekki í lagi.  Þarna hefur trúlega komið reiðasta fólkið af fundinum niður á austurvelli og ekki enn fundið reiði sinni farveg.  Það þyrfti að vera eitthvað athvarf eftir svona fundi svo fólk geti td barið harðfisk eða eitthvað sambærilegt svo það geti farið heim og horft á spaugstofuna gera meira gagn ...

En þeir sem hafa ábyrgð  á þvi að setja regluverk um bankana eru enn að stjórna landinu, hafa þeir enga ábyrgðarkennd?  

Jón Á Grétarsson, 22.11.2008 kl. 23:36

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Áhugaverð færsla!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.11.2008 kl. 23:42

11 identicon

Æ þú ert nú ósköp mikill hræsnari Salvör að tala niður til fréttaljósmyndara með því að kalla þá myndagamma og birta svo hreykin heilmikið af myndböndum á netinu þar sem þú ert að gera það nákvæmlega sama og þessir svokölluðu myndagammar eru að gera, stendur inni í þvögunni og tekur allt upp á myndband. 

Þú ert sami skrílfréttamaðurinn og myndagamurinn og þeir sem þú notar þessi gildishlöðnu lýsingarorð um.

Valgeir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:13

12 Smámynd: Sævar Einarsson

Er þá múgsefjun í lagi ef stjórnvöld beita henni gegn almenningi ?

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 01:03

13 identicon

Takk Salvör fyrir að taka saman þessar upplýsingar sem birtast hérna á síðunni þinni.  Ég sá þetta viðtal við þennan Hauk á sínum tíma en var ekki búin að tengja.  Bara gott að loksins tengja þetta allt saman.  Mér finnst samt spaugilegt að fólk hafi mætt í hundraðatali og ætlað að brjótast inn á lögreglustöðina til að frelsa hann.  HALLÓ....er ekki í lagi.   Það að mótmæla er eitt, en að beita ofbeldi er og að skemma hluti er allt annað mál.

Dóra (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 01:52

14 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Jórunn: Vissulega er kominn tími til að við samstillum kraftana og berjum með mismunandi fólki, berjumst með fólki eins og Hauk. En það sem ég vil ALLS EKKI og ég endurtek ALLS EKKI að fólk sem beinlínis reynir að splundra kerfinu hérna vegna þess að það trúir á einhvers konar byltingu sé hafið á einhvers konar hetjustall m.a. með því að sýna strákapörum þeirra of mikinn áhuga.  En mér finnst hið besta mál að friðsamt fólk finni upp á áhugaverðum hlutum til að vekja athygli á málstaðnum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 01:54

15 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Jón: Það var ekki klókt að ráðast á lögreglustöð. Satt að segja þá hefur þessi aðgerð sett vopnin í hendur lögreglu og það er einmitt það versta - að lögreglan geti réttlætt að t.d. banna mótmæli og hafa afskipti af mótmælum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 01:56

16 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég býð spenntur eftir þeirri aðgerð skal ég þér að segja !

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 01:57

17 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Valgeir: Vissulega er ég líka í þessum hamfarastíl. Ég hins vegar er ekki launuð fjölmiðlamanneskja og ég reyni oft að benda á það sem mér finnst miður fara í samfélaginu m.a. með að benda á myndræna hluti. Þá verð ég oft að útskýra hvað ég á við með myndum. Það er bara fínt að gagnrýnir hernig ég nota myndefni.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 01:58

18 Smámynd: Sævar Einarsson

Þá fær fólk að sjá það enn og aftur að fólkið áorkar engu að kveikja á kerti og syngja ættjarðarsöngva og afhenda lögreglumönnum blóm, stjórnvöld hlusta ekki á það og hvað á þá að gera ?

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 02:01

19 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sævarinn: Múgsefjun er ekki í lagi sem verkfæri stjórnvalda. Því miður hafa stjórnvöld oft beitt slíkum tækjum t.d. áður en farið er í stríð og til að þjáppa fólki saman undir stjórnvöld gagnvart sameiginlegum óvini.

þú bíður eftir hertum aðgerðum lögreglu. þú veist eins vel og ég að það þýðir bara meiri hasar. það er mjög eldfimt ástand í samfélaginu. það getur alveg allt farið úr böndum t.d. orðið svona brjóta-rúðu-dæmi í verslunargötum og þarf sem fólk gengur um rænandi og ruplandi.

þó fólk vilji gjarnan sjá aktíon þá getur verið hættulegt ef ástandið batnar ekki, það er nauðsynlegt að eitthvað traust ríki milli almennings og stjórnvalda. Sennilega gerist það ekki nema skipt verði um stjórn. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 02:04

20 Smámynd: Sævar Einarsson

Nei ég held að Íslendingar séu nú ekki alveg svo róttækir, það er bara búið að fá nóg af bullinu í þessu liði og vill það frá völdum og ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á sína yfirmenn þá verða þeir settir af, með góðu eða illu, þeirra val.

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 02:11

21 Smámynd: Sævar Einarsson

Og vittu til, Björn Willis er að plana eitthvað slíkt.

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 02:12

22 Smámynd: Sævar Einarsson

Þess vegna mæli ég með að fólk mæti með sundgleraugu á næsta laugadag og helst með öndunarpípu.

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 02:13

23 Smámynd: Sævar Einarsson

15.000 - 20.000 manns ættu að geta séð um þennan útburð í mesta bróðerni.

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 02:15

24 Smámynd: Sævar Einarsson

Og til að tala af allan vafa þá er ég ekki að meina nein læti, ekkert rúðubrot og skemmdarverk, það er fólkinu til smánar.

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 02:20

25 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það virðist hafa verið þannig ástand við lögreglustöðina að lítil börn meiddust. Hér er saga móður sem fór með dóttur sína 16 ára á slysavarðstofu Ég get ekki séð, augun og andlitið brenna

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 02:50

26 identicon

 Fyrst: börnin 'meiddust' ekki, þau voru meidd - af lögreglu. Síðan keyrði strætóbílstjóri viljandi á fimm mómælendur þarna fyrir framan allan þennan lögregluskara og ekkert var viðhafst. Ekkert. Sem betur fer meiddi strætóbílstjórinn engan alvarlega, en það gerði hinsvegar lögregla.

Nú: Kerfið er ónýtt. Það hefur lengi, ef ekki alla tíð, verið skítalykt af því en nú er ekki lengur hægt að næra fólkið á því. Því hefur verið sagt að halda bara fyrir nefið og gleypa, skola niður með dýsætum lygum ráðamanna, en nú er ekki lengur hægt að líta framhjá löngu liðnum síðasta söludegi þessa kerfis, þegar fnykurinn er orðinn þvílíkur að erfitt er að ná andanum í návist þess. Því þarf ekki bara að splúndra, því þarf að sturta niður, og nýju kerfi þarf að koma á fót; spillingarlausu kerfi sem setur fólk á undan eignum, hefur jöfnuð að leiðarljósi í stað græðginnar sem hefur verið lofuð í áraraðir, og skilur réttlæti út frá siðlegum gildum, en ekki vilja valdsins!

Jórunn (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 06:58

27 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ruslana: Ég þekki Skjöld ekkert en ég ber virðingu fyrir honum sem miklum listamanni, hann er svona gjörningalistamaður og mjög flottur sem slíkur. Hann er einn af þeim sem dregur alltaf að sér athyglina.  Og á þann hátt eru þeir líkir. Strákurinn með Bónusfánann er líka gjörningalistamaður og hann tjáir sig á listrænan hátt eins og Skjöldur. Og stelur gjarnan senunni eins og Skjöldur.  Ég ber virðingu fyrir list þeirra beggja, list Skjaldar sem er oftast hann sjálfur sem listaverkið og svo list bónusfánaberans sem er aktívistagjörningar.

Svo getur verið  að sá sem flaggar með Bónusfána í dag kunni einhvern tíma í framtíðinni að reisa musteri í því framtíðarlandi sem Bónusljóðskáldið lofaði í verkum sínum.

Annars syngur Skjöldur um framtíðarlandið og von um betri heim í þessu fallega vídeói Fjöllin hafa vakað í 1000 ár.

Það er mjög mikið sameiginlegt með þessum tveimur strákum. Þeir eru báðir flottir listamenn hver á sinn hátt og nota list í þágu mannréttindabaráttu - en líka vegna þess að þeir sækjast eftir athygli.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 14:43

28 identicon

Salvör.

Fyrst þú varst þarna á Austurvellinum manstu sjálfsagt vel eftir því að Hörður Torfason margítrekaði það að mótmælin væru friðsamleg. Þótt hann greindi frá fyrirhugaðri mótmælastöðu við lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt við lok Austurvallafundar verður hann því ekki sakaður um að  hvetja til ofbeldis á neinn hátt. Þvert á móti.

Handtakan á Hauki Hilmarssyni var misráðin og framkvæmd hennar kann að hafa verið ólögmæt. Svo telur a.m.k. Ragnar Aðalsteinsson sem þekkir landslög á við hvern annan. Ólætin við lögreglustöðina og húsbrotið þar voru vitaskuld ákaflega misráðin einnig. . 

Hörður Torfason hefur stýrt mótmælaaðgerðunum með prýði. Hvorki einstaklingar eða hópar hafa getað eignað sér þau og riðlast á þeim sér til framdráttar. Þau hafa orðið farvegur fyrir almenna og margþætta óánægju íslenskrar alþýðu með það hörmungarástand sem hér hefur skapast og sem hefur orðið til þess að flokkstryggð hefur vikið fyrir samkennd. Fólk með ólík viðhorf og ólíkar skoðani, bæði á fortíðinni og því sem framundan er, hefur sameinast í því að láta í ljós vanþóknun sína á óráðum stjórnvalda og peningafursta fyrr og nú. Og gert það á friðsamlegan hátt. 

Uppátæki stráksins með bónusflaggið var á engan hátt ofbeldiskennt. Raunar var það dálítið fyndið og hægt að hlæja að því um stund. Svo var það búið. Nema af því að tekið var til bragðs að handtaka hann. Það hefði betur verið látið ógert.  Jón Sig. á ljósrauðum kjól og með kjusu á haus var líka harla skondinn og þetta var flott leið til að vekja athygli á kvennaráðum í kreppunni. En verði konan sem kleif svo knálega stigann og nostraði af vandvirkni við að láta dressið fara sem best á líkneskju sóma, sverðs og skjaldar handtekin fyrir næsta fund. Ja, þá fær þetta allt annað yfirbragð.

Það er mikil ástæða til mótmæla nú. Mannfjöldin og hróp hans hafa áhrif. Enginn efi um það. En ofbeldið verðum við að forðast. Þetta er alveg nógu bölvað þótt við förum ekki að slást líka. 

Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 15:40

29 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Kristján: Ég er nú bara alveg sammála þér. Hörður hefði ef til vill mátt frekar auglýsa að einhverjir ætluðu á lögreglustöðina í staðinn fyrir beinlínis að hvetja fólk til að fara þangað. Eftir svona fund þá er fólk bálreitt. Reyndar eru allir bálreiðir alltaf á Íslandi í dag en bara svona samsömuð massareiði er hættuleg.

Hins vegar spái ég því að eitthvað meira gerist. Ég er ekki hræddust við múgæsingu og uppþot, sérstaklega ekki ef barist er með eggjum og klósettpappír. En ég er dauðskelkuð við lögreglu sem notar svona ástand til að koma í gegn öðruvísi vinnuaðferðum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 16:36

30 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Torfi: Gangi þér vel að tjá þig eins og þér sýnist á þínu eigin bloggi.  Ég held að það sé gott að beina reiði sinni í einhvern farveg. Rétti farvegurinn er ekki svarhali hér á mínu bloggi og ég þurrka því út nýja athugasemd  frá þér því það eru mörk fyrir því hve ruddalegri orðræðu ég vil taka þátt í.  Ég bið þig  endilega að beina umfjöllun þinni þar sem orðfæri þitt er metið að verðleikum. Það er ekki hérna.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 18:25

31 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér finnst full langt seilst að kalla þennan unga mann, þó aðgerðir hans séu umdeildar, bjána. Mig langar að minna á að móðir hans er virkur bloggari og les eflaust þetta blogg.

Theódór Norðkvist, 23.11.2008 kl. 20:50

32 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Theódór: Það er ein vinnuregla sem allir ættu að ganga út frá. Það er sú að gera ráð fyrir að þeir sem hlut eiga að máli muni lesa. En það er kannski óþarfi að gefa sér að maður þurfi að taka tillit til margra ættliða

ég er pirruð út í að öll umræða fer að snúast um einhver strákapör og öll orkan í fæting út af því. En sem fangi sem beittur var órétti af lögreglu þá á hann minn stuðning.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 21:26

33 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég deili ergelsi þínu yfir því að umræðan skuli snúast um nokkrar brotnar rúður, samanber síðustu færslu mína.

Theódór Norðkvist, 23.11.2008 kl. 22:09

34 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það er nú það sem mér gremst, mér finnst bónusstrákurinn hafa stolið senunni og þetta er allt í einu farið að verða einhvers konar útþynnt bastilludæmi. En það er nú reyndar myndrænna og auðveldara að skilja en pæla í hvort sé verið að skuldsetja okkur fyrir andvirði 10.000 kárahnjúkastíflna og hvort einhver fræðilegur möguleiki sé á að við verðum eitthvað annað en skuldaþrælar og hvers vegna hægt er að blekkja almenning á svona yfirgengilega mikinn hátt.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 24.11.2008 kl. 01:36

35 identicon

"ég er pirruð út í að öll umræða fer að snúast um einhver strákapör og öll orkan í fæting út af því. En sem fangi sem beittur var órétti af lögreglu þá á hann minn stuðning."

Það er nú kannski einmitt það sem mótmælin við lögreglustöðina snerust um. Það var ekki bara þannig að tímasetningin hafi verið óheppileg á þessari handtöku, heldur var svo stórkostlegur formgalli á handtökunni að maður trúir því ekki að þetta hafi verið slys. Þetta voru skýr skilaboð til þegna landsins um að við eigum að halda okkur á mottunni. Friðsamleg mótmæli sem auðvelt er að hundsa eru í lagi. "strákapör" eins og þú kallar það eru tilefni til valdnýðslu. Þessi handtaka fellur því undir skilgreiningu á fasisma, og þá undrast maður, við hverju bjuggust stjórnvöld og lögregla?

Ég óttast að það sé rétt sem einhver segir hér að ofan að áform séu uppi um að nota þetta sem ástæðu til að banna mótmæli yfirleitt. Það mun bara enda með því að fólk mótmæli samt, bara ekki eins skipulega, og þar með hættulegar.

Þið sjáið vonandi þessa fyrirsjáanlegu stigmögnun. Þetta byrjar sem róleg friðsamleg mótmæli sem eru hundsuð. Þá reyna menn eitthvað meira til að ná athygli. Þá er það afgreitt sem skrílslæti og strákapör. "strákapörin ágerast" og þið sjáið nú hvert allt stefnir. Það sem fólk þarf að átta sig á er að þetta er ekki skríll, heldur ráðþrota mótmælendur sem grípa til örþrifa ráða þegar þeir komast að því að málfrelsi þeirra er gagnslaust. Þetta eru örþrifaráð til að ná athygli. Það getur því enginn haft áhrif á þessa framvindu nema stjórnmálamennirnir. Á meðan þeir afgreiða þetta sem skrílslæti ágerist þetta. Þegar þeir fara að hlusta og taka sjónarmið þjóðarinnar til greina, þá róast þetta.

Baldur (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband