Nýja Rússagrýlan - Orkuöryggi Evrópu

Við Íslendingar vöknuðum upp við vondan draum ... eða öllu heldur martröð .. þegar forsætisráðherra Bretlands lýsti stríði á hendur íslensku þjóðinni - ekki stríði með innrásarher sem marseraði um götur eins og þeir gerðu þann 10. maí 1940, heldur nútímastríði þar sem bófarnir eru sjóræningjar og hryðjuverkamenn en hetjurnar eru voldug og öflug stórveldi sem vaka yfir velferð þegnanna. 

Svoleiðis stríð byrjar með því að teikna upp andstæðinginn og breyta honum í bófa og hryðjuverkamann. 

Martröð okkar var að finna sig stökk í hlutverki bófans  og vita að viðureignin var ójöfn, það væri alveg sama hvað máttlitlir Íslendingar segðu eða gerðu, stjórnvöld í Bretlandi bjuggu yfir spinndoktoraher sem þau  gerðu út í fjölmiðla og þau teldu það þjóna hagsmunum sínum og skapa vinsældir heima fyrir að finna andstæðinginn í Íslendingum , andstæðing sem vel mætti beita viðskiptaþvingunum í krafti hryðjuverkalaga.  

Við Íslendingar vöknuðum upp við þá martröð að við erum ofurseldir þeim ríkjum sem við verslum við og svona aðgerðir geta lamað allt athafnalíf okkar. Þetta verður vonandi til að ráðamenn átta sig á því að það er varasamt að eiga allt sitt undir einum markaði og einu ríki og það getur verið mikilvægt öryggisatriði að vera sjálfu sér nógt á vissum sviðum s.s. í landbúnaði. Það er líka mikilvægt öryggisatriði að skilgreina hættur og ógnanir og hafa viðbragðsáætlun til að bregðast við. Það sýndi ríkisstjórn Íslands að hún hafði ekki við bankahruninu og verður það að teljast undravert, það virðast allir mælar hafa verið rauðglóandi um margra ára skeið og spár sögðu  meiri en helmingslíkur á að bankahrun og efnahagskreppa yrði á Íslandi. 

Ógnir varðandi hvernig önnur ríki sem við eigum í viðskiptum við hegða sér er ekki bara vandamál fyrir smáríkið Ísland. Nú er staðan þannig í Evrópu að álfan er orkuþurfi og er mjög háð orku frá Rússum.  En hvað gerist ef vindurinn snýst og Rússar breytast í Grýlu eins og Gordon Brown og skrúfa fyrir olíuna til Evrópu?

Það er satt að segja illt í efni. Lönd innan Efnahagsbandalagsins eru mjög háð orku frá Rússlandi en ástandið er svona:

The EU Energy Security Plan notes that Europe imports 61 per cent of its gas, a figure projected to rise to 73 per cent by 2020. Russia sells about two-fifths of the total, including the entire supply of several countries.

 

Sjá nánar um áhyggjur og viðbrögð EU:

Power supergrid plan to protect Europe from Russian threat to choke off energy

Nýja Rússagrýlan er ekki vopnaðir bolsar sem skálma inn í ríki hinna frjálsu og senda á undan sér skriðdreka. Nýja Rússagrýlan er rússneskur valdhafi sem skrúfar fyrir aðgang EU landa að olíu og bensíni. Það mun lama evrópst samfélag meira en aðgerðir Gordon Browns hefðu nokkru sinni lamað íslenskt athafnalíf.

Í orkuþurfi heimi skipta uppsprettur orku máli.

Stríð hafa verið háð til að ná yfirráðum yfir eða verja yfirráð yfir  orkulindum.  

Upprifjun BBC á samskiptum Íslendinga í gegnum söguna, Britain v Iceland: fish now finance 



mbl.is Ekkert samasemmerki á milli umræðu um Rússalán og herstöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Utanríkisráherra er á hnjánum og gefur erlendu ríki sjálfdæmi um hvort það athafnar sig með herlið hér sjá þetta hér

Þessi sami ráðherra vill gefa ganga í ESB og gefa Bretum þannig sjálfdæmi um hvort þeir nýta fiskimiðin hér til frambúðar.

Sigurður Þórðarson, 13.11.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband