Bauð Ólafur Ragnar Rússum Keflavíkurstöðina?

Það var notaleg tíð seinustu árin sem ameríski herinn dólaði í iðjuleysi þarna í Keflavík. Það var gott að vera áskrifandi að heilmiklum tekjum vegna herstöðvarinnar. Ennþá betra var að vera í skjóli Bandaríkjamanna, við gátum alveg ullað á Breta og klippt á skipin þeirra á þeim góðu og gömlu tímum þegar  Bandaríkjamenn voru bandamenn okkar og vildu hafa okkur góð. Nú er þeim alveg sama, það eru svo mikil vandamál í þeirra eigin ranni og svo mikið hefur ameríska heimsveldið skroppið saman að þeirra hagsmunir liggja ekki lengur um Ísland. Síðustu ári vissu allir að það var ekki nein þörf fyrir þessar þúsundir Bandaríkjamanna þarna vestur á Velli og bara tímaspursmál hvenær þeir færu.

En ég veit satt að segja ekki hvort það er heppilegt að reyna að gera Ísland að einhverri bækistöð og miðstöð í þeim miklu átökum sem fyrirsjáanleg eru um Norðurslóðir næstu ár eða áratugi. Það er fremur skammsýnt.  

Það eru átök í heiminum á fleiri sviðum en fjármálasviði. Það hefur riðlast allt valdajafnvægi í heiminum og það er fyrirsjáanlegt að svo verði áfram.  Miklar auðlindir eru á Norðurslóðum og þar geta legið mikilvægar siglingaleiðir. Hlýnun jarðar og tækniframfarir breyta aðstöðu til að nytja auðlindir. Það hafa margir áhuga á að tryggja aðstöðu sína á þessum slóðum, ekki síst aðkomu að orkulindum.

Ég veit ekki hvað vakti fyrir forsetanum en það er enginn vafi í mínum huga á því hvaða þjóðum Ísland á að halla sér að á næstu árum. Það eru Norðmenn og það eru Kanadamenn.  Og auðvitað  vera í góðu sambandi við Færeyinga, Grænlendinga og Rússa.

 Russia invited to Iceland’s airbase

 Dagbladet

Inviterer Russland

 Växande isländsk bitterhet mot Sverige

 Hér er vefsíða NORA sem er Norræna Atlantssamstarfið


mbl.is Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband