Blóðugur götubardagi, brotnar rúður og sprengdir múrar

kristallnacht2.jpgÞað er rafmagnaður dagur í dag 9. nóvember. Gúttóslagur, Kristalsnótt, fall Berlínarmúrsins.  Dagurinn sem Berlínarmúrinn féll og er  táknrænt fyrir hið ósýnilega járntjald sem skipti Evrópu. Þetta er líka dagurinn þegar lögregla og verkamenn börðust í fyrsta skipti í Reykjavík og þetta er dagurinn þegar Nasistar hófu skipulagðar ofsóknir á Gyðinga.

 

kristallnacht6.jpgguttoslagur.jpg

Þann 9. nóvember  árið 1932 var blóðugur götubardagi í Reykjavík. Hann er kallaður Gúttóslagurinn. 

Þann  9. nóvember árið 1938 þá þusti mannfjöldi inn í bænhús, verslanir og íbúðir Gyðinga í Þýskalandi og færði marga þeirra í fangabúðir. Þessi atburður er kallaður kristalsnótt út af öllu glerinu sem mölvað var. Kristalsnóttin var upphaf skipulagðra Gyðingaofsókna Nazista en í þeim ofsóknum voru margar milljónir manns myrtar. Þann 9. nóvember  árið 1989 hrundi Berlínamúrinn þannig að engin gæsla var á  landamærastöðvum og  fólk gat komist óhindrað milli Austur- og Vestur-Þýskalands og markar sá atburður byrjun á sameiningu Þýskalands.

Kristalsnótt 70 ára

 1932 - Gúttóslagurinn í Reykjavík

1938 - Kristalsnótt: Fyrstu skipulögðu gyði

1989 - Berlínarmúrinn féll endanlega og Austurþjóðverjar þyrptust yfir. Þessi atburður markar upphaf þess að Austur-Þýskaland og Vestur-Þýskaland sameinast

Tíminn í dag er að sumu leyti svipaður og tíminn var 1932. Þá var líka heimskreppa og bæjarstjórnin í Reykjavík reyndi að lækka kaupin í atvinnubótavinnu úr 151 eyri í 100 aura á klukkustund. 

Það var líka allt í sukki og svínarí og spillingu. Þennan sama dag var dómsmálaráðherrann dæmdur af lögreglustjóranum (sem var Hermann Jónasson verðandi forsætisráðherra) í fangelsi fyrir sviksamlega meðferð á gjaldþroti.

Svona grein birtist í Mbl. daginn fyrir Gúttóslaginn

Svona er frásögn á fregnmiða í Verkamanninum af atburðinum:

 gutto-frasogn-verkamadurinn.jpg

Svona er frásögnin í Morgunblaðinu daginn eftir af Gúttóslagnum. Það má ekki á milli sjá hvort Mogginn skammast meira út í "bolsanna" eða Hermann Jónasson sem þá var lögreglustjóri.

 

Mogginn er fullur meðaumkunar yfir löggunum meiddu en afgreiðir bolsana nafnlaust í nokkrum orðum.

guttoslagur1932-moggafrasogn-endir.jpg

Svona var stemmingin í den, það var sumt öðruvísi. Nú er ekki kynt undir með kolum. Heldur er Orkuveitan djásn okkar og stolt. Hér er auglýsing um kol daginn sem Gúttóslagurinn var:

gutto-kreppukol.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þessir fregnmiðar voru kannski þeirra tíðar blogg.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.11.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nú er bara spurning, hvenær endurtekur Gúttóslagurinn sig. Ef fram heldur sem horfir...

Villi Asgeirsson, 11.11.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband