Hinar ósýnilegu og valdalausu

Það er flott hjá Jóhönnu félagsmálaráðherra að senda brýningu til ríkisbankanna um að gæta að kynjahlutfalli. En það er ekki nóg. Til þess að fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi sé skynsamlega stjórnað þá þurfa valdamestu stofnanir að endurspegla þjóðina sem býr í þessu landi, ekki vera matadorpeningar fyrir feðgapör landsins.

Konur hafa verið nánast ósýnilegar í stjórn á auðlindum íslands og hvernig farið hefur verið með íslenskt fé. Gamla orðatiltækið "Kerlingin eyddi og karlinn að dró" á svo sannarlega ekki við íslenskt þjóðfélag síðustu ára og þær skuldir sem nú sliga þjóðarbúið. Það er grátbroslegt að hugleiða núna rök þeirra sem hafa talað á móti því að bundið væri í lög hvernig kynjahlutfallið væri í stjórnum almenningsfélaga. Rökin hafa verið eitthvað um að þá yrðu fyrirtækjunum svo illa stjórnað. Þegar litið er yfir sviðna jörð  íslensku útrásarmannanna þá spyr maður "Getur stjórnun fyrirtækja verið verri, óskipulegri, spilltari og fáránlegri og siðspilltari en sú stjórnun á bönkum og fyrirtækjauppkaupum sem stóð yfir síðustu ár? "

Það er ekkert vafamál að staða Íslands væri miklu betri núna hefðu karlar og konur komið til jafns á við að stýra auðlindum og atvinnulífi Íslendinga.  

Hér er vídeóbrot sem ég tók  árið 2003 á ársfundi félags útgerðarmanna. Ég læddist inn á fundinn og tók upp. Það voru mörg hundruð manns á fundinum en að ég held engin kona. Svo einkennilega vill til að í þessu vídeóbroti þá heyrist mér sami maður vera að tala og var formaður bankastjórnar Glitnis þegar sá banki féll, það hefur sennilega verið búið að breyta silfri hafsins og kvótanum í bankaspilapeninga. Í myndbrotinu segir maðurinn "Ef við lítum í kringum okkur...". En hann sá ekki sama og ég sá. Það eru fimm ár síðan staða auðlinda Íslendinga og hverjir ráðskast með þær opinberaðist fyrir mér.

Hér er texti á ensku sem ég skrifaði um þennan fund:

Video from the annuary meeting of The Federation of Icelandic Fishing Vessel Owners in 2003(http://www.liu.is) This federation represents all Icelandic fishing vessel owners in order to safeguard their interests. The wealth of Iceland is in Icelandic resources and used to be mainly in the very fertile fishing grounds around Iceland. Icelandic law says that the fishing ground is owned by the whole nation of Iceland.
But reality in different. There is a fishing quota system and the permission to fish was given to the owners of the fishing vessels... not to the fishermen and not to the Icelanders in the small willages. The fishing quotas are becoming the most valuable assets in the fishing industry. These videoclips are of the persons who represent those who own fishing quotas. If we look around we can see who is present... if we look around we can see who is absent. Try to count the number of women in this meeting, that gives you estimate of the power of Icelandic women.. that tells you who run Iceland and that tells you who don´t.


mbl.is Fjármálastofnanir virði jafnréttislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

"Til þess að fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi sé skynsamlega stjórnað þá þurfa valdamestu stofnanir að endurspegla þjóðina"

Óttalegt bull er þetta - þú vilt semsagt að helmingur ráðamanna eigi að vera með greind undir meðaltali, svona eins og þjóðin? 

Væri nú ekki aðeins gáfulegra að reyna að stefna að því að ráðamenn væru úr hópi "toppfólks" í einhverjum skilningi.  Það endurspeglar ekki þjóðina, en gæti verið öllu farsælla.

Púkinn, 30.10.2008 kl. 09:36

2 identicon

Margt í þessu er rétt hjá þér og víst væri gott að sjá fleiri konur treysta sér til þess að takast ábyrgð á hendur í framlínu stjórnmála og viðskipta.

En svo skjöplast þér illa í fullyrðingunni um að okkur væri betur borgið hefði aðkoma kynjanna verið jöfn að stjórn mála, en raunin er. Það er furðuleg einföldun þetta að vega konur alltaf á móti körlum í getu, hugmyndum, lífsskoðunum, gildum og gæðum. Raunar yfirmáta kjánalegt að stilla kynjunum upp sem andstæðum.

Þér sést einkum yfir hið augljósa: Við þurfum að varast það að siðblindingjar og fíklar ráði för í sameiginlegum málefnum okkar, af hvoru kyni sem þeir eru. Vandinn er sá að eitt sameiginlegt höfuðeinkenni siðblindingjanna er að þeir leitast við að olnboga sig áfram í pólitík, félagsmálum og viðskiptum, án tillits til samborgaranna. Eiginn hagur er þeim öllu æðri.

Það gerir engan drullusokk þolanlegri að hann sé af kvenkyni.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Þórarinn Þórarinsson

Heyrheyr Fimmta Valdið,

Værum við t.d. betur stödd ef hin nýskipaða bankastýra Nýja Glitnis hefði verið við völd, nú kemur upp úr krafsinu að hún er engu skárri en starfsBræður hennar. Búin að hagræða 200 milljóna króna tapi sér í hag á fyrstu dögum sínum í nýju starfi, way to go girls.

Ótrúleg einföldun að æskilegt sé að ráða eftir kyni alveg saman hvort það er í réttu eða röngu hlutfalli, það á einfalldlega að ráða hæfasta umsækjandan óháð kynu, ég er ekki að segja að það hafi verið gert hingað til, hitt þó heldur. En þessi 50/50 draumóraskipting er fáránleg, jafn fáránleg og að hafa einugis Karlmenn í öllum áhrifastöðum, það á að ráða traust og heiðarlegt fólk í áhrifastöður ÓHÁÐ kyni.

50/50 getur ekki talist óháð kyni.

Þórarinn Þórarinsson, 30.10.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

Allir verða jafn spilltir af völdum. Það þyrfti að skylda fólk sem fer í svona stöður í siðfræði námskeið og valdaskóla hvernig á að vinna á moti spilligarkrafti valdsins á einstaklinginn.

Johann Trast Palmason, 30.10.2008 kl. 13:54

5 identicon

Upphefst kórin um "óháð kyni"

Það sem þessi kór vill er að allir sem komist til metorða séu áhættusæknir, djarfir og stórtækir. Semsagt að miklum meirihluta karlmenn. Það er verið að segja konum að til að komast áfram í lífinu verði þær að taka upp þá heimsýn að "kvennleg" gildi eru rusl og "karllæg" gildi málið. Svo nota þeir að sjálfsögðu þau dæmi gegn konum að þær konur sem komast á toppinn hafa tekið upp þessi gildi. En þær konur sem tala um að koma "kvennlegum" gildum inn, til móts við þau "karllægu", eru úthrópaðar öfgafeministar. Í hvaða fjármálastofnun er ekki pláss fyrir einstakling sem er varfærinn og hagsýnn? Ekki þeim íslensku enda eru þeir að gjalda þess í dag. Það sem ég vil er að í toppstöður í samfélaginu komist hæfir einstaklingar, vil ekki að neinn dragi það í efa, en ekki eingöngu hæfir einstaklingar sem líkjast allir hver öðrum!

Mín skoðun er að meðan daglegir hlutir eins og farsímar taka ekki tillit til sérþarfa kvenna (hefur einhverjum tekist að finna einn sem kemur frá framleiðinda með möguleika í dagatalinu að skrásetja tíðarhring?) gef ég skít í þennan grátkór með söngin óháð kyni því konur eru of lítið sýnilegar!

Kallið mig bara öfgafemínista, ég kippi mér ekkert upp við það :) 

Anna (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:58

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

kærar þakkir fyrir að miðla þessu vídeó Salvör!

Ég var stödd á aldar afmæli fyrstu komu togara til landsins árið 2005, þar var það sama uppi á teningnum nema að málfundastjóri var kona, Erla Björg Guðrúnardóttir og Sjöfn Sigurbjarnardóttir var í panel. Við vorum á heildina litið fáar konur í salnum.

Anna Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband