27.10.2008 | 07:56
Blóðbað í Asíu - Að búa til peninga með því að skuldsetja
Filipseyjar og fleiri Asíuþjóðir fara sennilega í sömu gjörgæslu hjá Alþjóðagaldeyrissjóðnum og Íslendingar. Gengið hjá þeim hefur fallið um 12 % í morgun. Þetta verður ekki góður dagur á verðbréfamörkuðum heimsins. Allt hrapar í verði. Líka það sem hefði átt að hækka eins og olía og gas og gull. Næst botninn fyrst þegar allt verður verðlaust? Hvernig getur þetta gerst?
Svarið er ekki einfalt og svona alvarlegir atburðir hafa ekki gerst síðan í heimskreppunni 1930. Þetta er langt frá því að vera íslenkt vandamál, þetta er grafalvarlegt mál alls heimsins.
Ástæðan fyrir að þetta gerist er að það er kerfi át sjálfan sig upp, kerfi sem byggðist á margs konar hringrásum í peningakerfum, hringrásum sem gátu búið til peninga sem aldrei voru til. Það hefur m.a. gerst með "carry trade" milli gjaldmiðla. En það hefur líka gerst með útlánum bankanna. Bankakerfi heimsins var fyrir löngu orðið spinnegal og bara þurfti að snúast í kringum sjálft sig á sífellt meiri hraða í hringrás sem virkaði bara þegar hún hélt endalaust áfram. Svo þegar þurfti að borga og þeir sem áttu kröfur kölluðu á fé í stað þess að endurnýja þá varð útlitið svart hjá þessum sem héldu áfram að endurfjármagna sig trekk í trekk. Vitum við venjulegir borgarar eitthvað um jöklapréf og krónubréf?
Sennilega ekki en við ættum að kynna okkur hvernig peningar vinna í nútíma vestrænu hagkerfi. Í þannig kerfi býr bankinn til peninga með því að lána. Ég hvet alla til að horfa á þessa mynd (47 mín) um peningamaskínu bankanna.
Gullgerðarmenn miðalda voru alveg á villigötum. Þeir voru að reyna að búa til gull og verða ríkir. Listamaðurinn PAul Grignon setur fram sýn sína á peninga sem skuld. Hann segir: "Nútíminn hefur alveg glænýja aðferð til að búa til peninga. Það er að búa til skuldir. Það eru tveir aðilar í nútímaþjóðfélagi sem geta búið til peninga. Ríkisstjórnir geta prentað peninga en bankar geta búið til peninga með skuldum. Þetta útskýrir hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að lána, jafnvel lána til fólks sem alls enga möguleika hefur á að borga aftur.
Bankarnir geta búið til eins mikla peninga og við getum fengið að láni. Aðeins 5 % af peningum eru frá ríkisstjórnum, 95% af peningum eru búin til af bönkum sem búa til peninga með því að lána.
Vídeómyndin útskýrir hvað peningar eru í nútímasamfélagi og skoðar peninga sem skuld. Þetta vídeó útskýrir líka hvernig kerfið virkar aðeins ef það vex og vex.
Hlutabréf falla áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.