26.10.2008 | 20:56
Vonandi koma Norðurlandaþjóðir Íslandi til bjargar
Europe on the brink of currency crisis meltdown
Það er búist við að fjármagn sogist frá Austurríki en það var einmitt sama land þar sem bankarnir hrundu fyrst árið 1931.
Ég myndi heldur ekki binda of miklar vonir við Rússalánið mikla. Svona er staðan þar á bæ:
Russia too is in the eye of the storm, despite its energy wealth or because of it. The cost of insuring Russian sovereign debt through credit default swaps (CDS) surged to 1,200 basis points last week, higher than Icelands debt before Götterdammerung struck Reykjavik.
The markets no longer believe that the spending structure of the Russian state is viable as oil threatens to plunge below $60 a barrel. The foreign debt of the oligarchs ($530bn) has surpassed the countrys foreign reserves. Some $47bn has to be repaid over the next two months.
Talað hefur verið um að Roman Abramovich og Oleg Deripaska séu milligöngumenn um lán til Íslands, sjá þetta blogg Rússajepparnir koma
Mikil tortryggni er í Bretlandi varðandi tengsl þarlendra ráðamanna við Deripaska. Ekki verð ég vör við mikla tortryggni hérna á Íslandi.
Í greininni Iceland turns to Russia for bailout er hugleiðing um að Rússland bjargi sjálfum sér með því að bjarga Íslandi. Það getur verið að það hafi verið satt þegar greinin var skrifuð fyrir hálfum mánuði en það getur verið að það sé of seint, Evrópa hafi þegar sogast inn og Rússland þar með. Í greininni stendur:
Most of Iceland's lenders are European banks. Should Iceland declare a default, the whole of Europe would go into a spin, and would drag Russia after it, which now has a chance to scrape its way out of the crisis the cheap way. It emerges that by saving Iceland, Russia is saving itself first.
Other considerations are less global and more pragmatic.
Crises come and go, but allies (sometimes) remain. Iceland, a rapidly developing economy and a happy hunting ground for businessmen from many European countries, is certain to remember this gesture and take more kindly to Russian investments in the future. So far, Russia-Iceland trade has been $100 million per year. And it was only shortly before the crisis that Russian business (represented by Roman Abramovich and Oleg Deripaska) began exploring the country's investment possibilities. Now the price for entering Iceland's economy could prove very low.
Besides, it makes a good staging post for flights to Latin America.
Ég held að við verðum að binda vonir okkar við að Norðurlöndin standi saman og komi Íslandi til hjálpar.Það er því miður afar alvarleg staða í Evrópu í dag og það er ekki víst að stjórnvöld hafi burði til að þýða klakann sem kominn er í fjármálakerfið.
Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.10.2008 kl. 00:22 | Facebook
Athugasemdir
Einhverjir viljja meina að þessi kreppa sé með vilja gerð og að undir liggi einhverskonar efnahagsleg heimstyrjöld þar sem dollarinn og glóbalisminn ræður för. Hvað segja kínverjar t.d.?
http://gammon.blog.is/blog/gammon/entry/687445/
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 23:20
Thad er enginn vafi ad nordurløndin munu koma til hjalpar islensku thjodinni af meira afli og eftir getu en thau hafa nuthegar gert. En thad verdur bara ekki fyrr en their adilar sem brugdust abyrgd sinni a Islandi eru farnir fra. Their eru algjørlega runir øllu trausti, bædi innanlands og utan.
Kærar kvedjur heim a klakann
/thor
Thor Svennson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:28
Já, við verðum að vona að Norðurlandaþjóðir hjálpi okkur. Vonandi verðum við einhvern tíma í standi til að hjálpa þeim líka. Annars þótti mér alveg sérstaklega vænt um kveðjuna og hughreystinguna sem barst til okkar frá ráðamönnum í Færeyjum. Þar vita menn vel hvernig er að standa í þessum sporum.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.10.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.