Hamborgarakallinn og hagfræði hans

hamborgari.jpgHamborgarakallinn Thomas Friedman   heldur því fram að heimurinn sé flatur eins og pönnukaka og þykist geta greint vanda Íslands og vanda heimsins. Hann skrifar  greinina The Great Iceland Meltdown í New York Times.  Thomas þessi Friedman er heimsþekktur fyrir bókina sína The World Is Flat- A Brief History of The Twenty-First Century en í þeirri bók dásamar hann alþjóðavæðinguna út frá sjónarhóli kapítalismans. 

Það er auðvitað dálítil tilvistarkreppa núna hjá svoleiðis fólki, núna þegar heimsmyndin hrynur með fjármálamörkuðum. En Thomas Friedman lætur ekkert bugast og kastar ekki trúnni frekar en Geir okkar Haarde.  Geir talar um hrun kapítalismans sem tímabundna löskun á fjármálamörkuðum og kallar kreppuna mótvind en Thomas Friedman breytist í guðspjallamann og bregður fyrir sig orðfæri úr Biblíunni og tignar Alheimsvæðinguna eins og Drottinn almáttugan og notar orðfærið Drottinn gaf og Drottinn tók. Svona skrifar Friedman í þessari grein:

"Globalization giveth — it was this democratization of finance that helped to power the global growth that lifted so many in India, China and Brazil out of poverty in recent decades. Globalization now taketh away — it was this democratization of finance that enabled the U.S. to infect the rest of the world with its toxic mortgages. And now, we have to hope, that globalization will saveth."

Hinn sanntrúaði alheimsvæðingar jarðarflatneskju postuli sér ljósið framundan sem bara meiri alheimsvæðingu, hún verði núna á sterum. Hann segir:

I suspect we will soon see the same happening in industry. And, once the smoke clears, I suspect we will find ourselves living in a world of globalization on steroids — a world in which key global economies are more intimately tied together than ever before.

worldisflat.gifEn hvers vegna kalla ég Thomas Friedman hamborgarakall? Það er vegna þess að hagfræði hans er hagfræði eigenda McDonald hamborgarastaða og þeirra alþjóðlegu keðja sem starfa á svipaðan hátt. Ekki hagfræði kúnna sem slátrað er í þessa hamborgara og ekki hagfræði kúnna sem ættu kannski að borða annað annars staðar og ekki hagfræði þeirra sem fá þá vinnu að steikja hamborgara. 

Hér gríp ég niður í hamborgarafræðin í bókinni The World is Flat  þar sem Thomas Friedman lýsir því hvernig öll dýrin í skóginum verða vinir (nema náttúrulega kýrnar, þær eru étnar) ef fólk bara étur hamborgara.:

 I noticed that no two countries that both had McDonald´s had ever fought a war agianst each other since each got its McDonald´s. After confirming this with McDonald´s, I offered what I called the Golden Arches Theory of Conflict Prevention. The Golden Arches Theory stipulated that when a country reached the level of economic development when it had a middle class big enough to support a network of McDonald's, it became a McDonald´s country.  And people in McDonald´s countries did not want to fight wars anymore.  They prefered to wait in line for burgers.

Svo hefur Thomas Friedman aðeins breytt kenningu sinni um hvernig eilífur friður eigi að ríkja  og tengir hana við Dell tölvur.

The Dell Theory stipulates: No two countries that are both part of a major global supply chain, like Dell´s, will ever fight a war against each other as long as they are both part of the same global supply chain. Because people embedded in major global supply chains don´t want to fight old-time wars anymore. They want to make just-in-time deliveries of goods and sevices - and enjoy the rising standards of living tha come with that.

Víst sér Friedman þær breytingar sem eru að gerast núna en hann greinir þær út frá sjónarhóli alþjóðlegra fyrirtækja og þjóðríkja, bók hans er strásett alþjóðlegum vörumerkjum. Hann sér hins vegar ekki að það sem er að gerast er meira en að alheimsvæðing geri fólki núna kleift að gera sömu hluti og það gerði áður á ódýrari og hagkvæmari hátt. Hann sér ekki að sum risavaxin kerfi eru að gliðna í sundur og þau eru ónauðsynleg og til trafala og þau munu bara molna niður af sjálfu sér. Það er ekki bara íslenska krónan sem er að verða að dufti núna, það er margt sem bendir til að það kerfi peninga sem virkaði vel í iðnaðarsamfélagi virki ekki vel í því samfélagi sem við erum núna að fara inn í. Það er heldur ekki hægt að búast við góðu ef það sem við héldum að væri þekkingarsamfélag er í rauninni blekkingarsamfélag þar sem fjárhagskerfið snýst um sjálfan sig og bólgnar út eins og pýramídaviðskipti vegna þess að það er ekki jarðtengt í það sem er raunverulegt flæði af vörum og þjónustu.

Thomas Friedman endar grein sína á að segja " We are all partners now. "

Ég er ekki viss um það.  Hagfræði hamborgarakeðjanna er ekki mín hagfræði frekar en Njála er minn menningararfur. Ég afneita hvoru tveggja.

En hér er nesti fyrir þá sem vilja kynna sér hamborgarakallinn:

 

sfjalar » Nám og skólastarf í flötum heimi

Bókadómar - The World is Flat – the globalized world...


mbl.is Dollari og jen eflast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Afar góður pistill hjá þér Salvör. Ég er einmitt hundhrædd um að þessi fjármálakreppa geti verið undanfari af  enn grimmilegri hnattvæddum kapitalisma, þar sem að við á Íslandi munum upplifa vel flest fyrirtæki í eigu alþjóðasamsteypa sem hingað komu þegar að hagkerfið var einar brunarústir og keyptu billegt íslensk fyrirtæki. Semsagt raunverulega enduruppstokkun efnahagslífs á forsendum hagsmuna sem eiga heima langt fjarri okkur. En ég er vonandi bara paranoid.

Anna Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

því miður getur verið að þessi hræðsla sé réttmæt. svona ástand eins og er núna stráfellir lítil samfélög og lítil fyrirtæki og litla banka. Það eru hinir stóru sem hugsanlega eru of stórir til að falla, eru studdir af þjóðstjórnum voldugra ríkja sem standa.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.10.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi kreppa er ekkert annað en liður í glóbalíseringunni. Þetta er hreinlega ein af leiðunum til að koma völdum og fjármagni á færri og færri hendur. Glóbaliseringin mun standa styrkari fótum en nokkru sinni fyrr eftir þetta.  Þess vegna er maðurinn svona kokhraustur.  Hver kreppa og niðursveifla er vatn á millu alheimsvæðingarinnar, sem er markmið þröngs hóps auðmanna og elítista hér í heimi.  Margir forsvarsmenn þessarar stefnu eru t.d. við stjórnvölinn í Jp Morgan Chase, sem hefur nú gleypt hvern fjármálarisann á fætur öðrum og merkilegt nokk er efnahagsráðgjafi þess banka einnig efnahagsráðgjafi IMF og samningsaðili hér. Mr. Lipsky.  Maður með skuggalega fortíð í bankaheiminum, ef menn nenna að googla hann.

Salomon brothers skandalabankinn mikli var undir hans stjórn. Bear og Stern, sem ætlaði að shorta Íslandi fyrir ekki svo löngu og Davíð varaði við fór á hausinn eftir að það mistókst og Lipsky og co gleyptu hann en virðast ekki hafa lagt plön hans á hilluna.

Hér er ekki bara verið að gleypa fjármálafyrirtæki, heldur einnig lönd, með IMF að vopni. Hvað lest þú nú út úr þeirri frátt að Bretar hafi ákveðið að greiða alla innistæður hjá ICESAVE eftir 10 daga? (Jafn lengi og Geir ætlar að þegja þunnu hljóði)  Er þetta skyndileg kúvending í afstöðu breta  og ætla þeir orða og umyrðalaust að taka á sig skellinn, eða vita þeir sem er að Geir ætlar að ganga að afarkostum IMF, sem gengur erinda Breta hér og þiggja lán Bretanna til að borga brúsann?

Hvað finnst þér líklegra?  Er Geir landráðamaður og föðurlandssvikari eða er ég að mislesa teiknin? Erum við orðin leiguþý í bresku léni frá og með gefnum tíma? Af hverju vill Geir ekki hafa kostina upp á borðum? Af hverju fáum hvorki við né þingheimur að vita hvað er í gangi?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það getur verið að þegar upp er staðið þá sé það fyrst og fremst smæð Íslands sem varð til þess að hér brast meira en annars staðar.  En ef við hefðum ekki haft banka hérna, ef við hefðum bara haft hérna útibú alþjóðlegra banka, hvað hefði gerst þá?

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.10.2008 kl. 17:17

6 identicon

„... Thomas Friedman heldur því fram að jörðin sé flöt ...“

Að mínum dómi er málflutningur af þessu tagi fyrir neðan þína virðingu, og fyrir neðan virðingu fastra og trúrra lesenda þinna, ágæta Salvör. Hefði ekki verið rétt að setja tilvitnun af þessu tagi í sitt rétta samhengi?

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 18:51

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hlynur: Thomas Friedman heldur fram að jörðin sé flöt og að Ísland sé að bráðna

Maðurinn er þekktastur fyrir bók sína sem heitir: "Jörðin er flöt" og skrifar grein um bráðnun Íslands. En þetta er orðaleikur hjá Friedman eins og ég hélt að allir myndu sjá það. Mér finnst ég alveg mega að  nota hans eigin orðaleiki. Hann notar sjálfur mikið svona klisjur og vörumerki sem hafa skírskotun til þess sem fólk þekkir úr sögunni og úr daglega lífinu. Það er einkenni svona populisma.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.10.2008 kl. 19:03

8 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

reyndar heitir bókin heimurinn er flatur  svo því sé til haga haldið.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.10.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband