24.10.2008 | 13:48
Stríð í skjóli kreppu
Því miður er þannig ástand núna í Bretlandi ríkisstjórnin þar virðist geta farið fram gagnvart grannþjóðum, beitt hryðjuverkalögum til að kyrrsetja eignir og beitt engum lögum til að selja eignir. Dagurinn í dag er einn svartasti dagurinn í kauphöllum heimsins. Það bendir allt til þess að heimurinn sé að fara sömu leið og Íslendingar. Sennilega verður að loka kauphöllum. Norska kauphöllin hefur farið niður 10% í dag.
Það er margt gruggugt að gerast. Gestur rifjar upp lagagreinar um landráð, sjá hérna Til íhugunar fyrir Björgúlfana
Það er hins vegar svo að áætlanir og yfirlýsingar Björgúlfana hafa ekki staðist. Og það er margs skrýtið í þeirra fyrirtækjarekstri síðustu fimm árin. Þeirra fyrirtæki er Eimskip og þeir Björgólfsfeðgar voru tilbúnir að bjarga Eimskip
Það var blekking.
Fyrir mörgum árum þá ákvað ég að ég skyldi komast yfir einn hlut af 200.000 hlutum í kvóta íslenskra sjávarútvegsins, ég skyldi kaupa upp minn skerf af kvótanum í hlutfalli við fjölda Islendinga úr því að útgerðarmönnunum hefði verið afhentur hann. Ég setti sparifé mitt til að kaupa fyrirtæki sem áttu kvóta Reykvíkinga. Það var auðvitað fyrst gamla Bæjarútgerðin sem núna heitir HB GRandi og svo var það Eimskip. Ég stúderaði ársreikninga Eimskips og sá að það fyrirtæki átti stóran part af kvóta Íslendinga, það hafði markvisst sankað að sér sjávarútvegsfyrirtækjum. Ég var því glöð að eiga minn skerf af kvótanum í gegnum Eimskip. En þá komust Björgúlfsfeðgar inn í þetta og fyrirtækjasplittengarnar hófust. Eimskip splittaðist í Burðarás og Eimskip og einhverjir (hverjir?) hrifsuðu til sín kvótann sem Eimskip átti. Ég varð allt í einu orðin eigandi að hlutabréfum í einhverju fjárfestingarfélagi, ég sem hafði einmitt keypt í Eimskip vegna þess að ég vissi að það félag átti skip og það félag átti sjávarútvegsfyrirtæki. Eftir það langaði mig ekkert til að eiga lengur í þessum félögum og seldi bréfin í Burðarás. Sem betur fer.
Ég á náttúrulega ekki að vorkenna neinum sem grunaður er um landráð og tilræði gegn Íslendingum en ég get ekki annað en sagt að Björgólfur eldri er eindæma seinheppinn varðandi tímasetningar þessa daganna. Þannig virkaði Hafskipsbókin sem hann lét skrifa til að útbreiða það sem honum fannst vera sannleikur ekki neitt vel þegar hún kom út á sama tíma og Ísland var slegið niður. Eins hugsa ég að kombakkið hans í Morgunblaðinu um helgina geti nú farið á ýmsa vegu. Björgólfur hefur alltaf lagt kapp á að eiga fjölmiðla og hafa hinar talandi stéttir í vinnu hjá sér. Kannski eru einhverjir ennþá eftir sem hann greiðir kaup?
Bretar selja eignir Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 11:03 | Facebook
Athugasemdir
Leyfum endilega bresku flugsveitinni að koma í desember... tökum bara á móti þeim með sérsveit BB (dulbúinni sem "heiðursverði") og vísum flugmönnum þeirra umsvifalaust úr landi (með farþegaflugi, engan óþarfa skepnuskap). Kyrrsetjum orrustuþoturnar þeirra svo upp í "stríðsskaðabætur", íslenzkri þjóð til hagsbóta. Í íslenskum lögum eru ákvæði um frystingu eigna alveg eins og þeim bresku, og ef einhverntímann er tilefni til að beita þeim þá er það á alvöru hryðjuverkamenn ef þeir voga sér að hafa viðkomu á landinu okkar með vígtólin sín...
Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2008 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.