Sjálfsmynd Íslendinga

Þessa daganna hugsa ég mikið um Íslendinga sem þjóð. Ég hef áhyggjur af framtíð íslensku þjóðarinnar. Þetta eru ekki nýjar áhyggjur. Undanfarin ár hefur allt stefnt í að sú íslenska þjóð sem ég fæddist inn í leystist upp. En ég hélt að sú upplausn yrði öðruvísi, yrði meira innan frá og meira  innanlands. Ég hélt að það myndi verða þannig að með innflutningi á fólki frá öðrum menningarsvæðum að frumbyggjarnir myndu smám saman týna sérkennum sínum og menningu sinni og hið alþjóðlega umhverfi sem margir vinna í myndi smám saman vinna á. Ég sé þetta gerast á hverju götuhorni. Ég sé þetta gerast á hverjum vinnustað. Ég heyri þetta gerast í hverjum samræðum. Smám saman stinga alþjóðleg orð og alþjóðleg sýn sér inn í orðræðu, inni í vinnuna og inn í skilti og vegvísa okkar um samfélagið.

Nú speglum við okkur gegnum auga heimsins, hamfarauga sem býr til úr okkur sjóræningja og ruslaralýð sem hleypur frá ógreiddum skuldum. Þetta kemur mjög illa við okkur, við höfum sennilega öll notið þess á ferðum okkar erlendis að vera Íslendingar og fundið fyrir að það lætur okkur standa upp úr fjöldanum  á jákvæðan hátt. Það tengist því að heimskautasvæði og Norðurslóðir hafa verið í tísku og það tengist umhverfisvernd og áhuga á óspjallaðri náttúru og áhuga á fjölbreytni, áhuginn á Íslendingum er af sama meiði  og áhuginn á sjaldgæfum dýrategundum í útrýmingarhættu, áhuginn sem hljómar í slagorðinu "Celebrate diversity".

 

Hér eru grein um íslenska þjóðflutninga

Out and Sometimes Home Again. The Politics of Icelandic Migration


mbl.is Blaðamannafundur hjá forsætisráðherra í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband