Ísstormurinn - Góð grein hjá Gauta

Grein Gauta um Ísstorminn er góð.  Það brast eitthvað á Íslandi og það brast inn í höfðinu á hverjum einasta Íslendingi. Þetta er ekki mótvindur, fjármálakreppa eða djúp efnahagslægð. Þetta eru pólskipti hugans. Líka heimsins. Það getur verið að lánalínur bankanna leiki ekki lengur um Ísland en hér á Norðurslóðum liggja samt átakalínur í nýju heimskorti þar sem hart verður barist um ítök og auðlindir á næstu áratugum.

Það brast  traust á alla sem áttu að vera á vaktinni. Hvar voru eftirlitsaðilar, hvar voru stjórnmálamenn, hvar voru stjórnendur almenningshlutafélaga, hvar voru fræðimenn, hvar voru fjölmiðlar? Og hvað gerist núna? Er boðskapur dagsins "Yfir litlu varstu ótrúr, yfir allt skaltu settur", sömu mennirnir eru í brúnni og steyptu okkur í glötun og fjármálaeftirlitið er orðið alræðisvald í fjármálalífinu. Hnakkus skrifar um ástandið hérna.  

Ég held eins og Gauti að endirinn verði óvæntur og við erum núna sundurtætt af þessari óvissu um framtíðina. Það er ekkert afturhvarf til sams konar markaðsdrifins módels og féll með brauki og bramli. Tími lítilla mynta eins og krónunnar er liðinn. En það getur líka verið að tími lítilla þjóðríkja sé líka liðinn. Það getur verið að það sem er að gerast í heiminum í dag sýni vanmátt þjóðríkjanna í heimi hnattvæðingar og sá vanmáttur komi fyrst fram hjá smæstu leikendunum og þeim sem áttu hvað mest undir í hnattvæðingu.

Fyrir tíu árum þýddi ég grein eftir hagfræðinginn Angell sem snarað á íslensku er Hinn hugrakki nýi heimur  samrunans. Það er fróðlegt að lesa þá grein aftur núna og hugsa um hvort sá heimur sem nýjar tæknibreytingar búa til eigi að vera rúin allri samhygð og samkennd, eigi að vera heimur þar sem hörð lífsbarátta náttúruvals ríkir, þar sem hver étur annan. 


mbl.is Allir eru sekir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gott blogg hjá þér Salvör, frábært að lesa þetta.

Níels A. Ársælsson., 16.10.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Salvör, ég dreg allt annan lærdóm en þú, af þeim atburðum sem orðið hafa. Þú segir:

Tími lítilla mynta eins og krónunnar er liðinn. En það getur líka verið að tími lítilla þjóðríkja sé líka liðinn.

Mitt mat er, að afleiðing kreppunnar verði þver öfug. Evrópubandalagið (EB) mun leysast upp í kjölfarið, vegna þess að þjóðir þess munu fara mjög mis-illa út úr þessum hamförum. Þrátt fyrir allt hjalið um samstöðu er engin samstaða innan EB, hver þjóð verður að berjast fyrir eigin efnahagslega lífi.

Forsenda útrásarinnar var hnattvæðingin. Fyrir daga Evrópska Fríverzlunarsvæðisins (European Economic Area), sem stofnað var til 1994, var stofnun Íslendskra banka á erlendri grund óhugsandi. Það sem blasir við er, að hnattvæðingin er einungis tæki stórþjóðanna til að gleypa þá sem minni eru. Þú raunar segir þetta skýrum orðum:

Það getur verið að það sem er að gerast í heiminum í dag sýni vanmátt þjóðríkjanna í heimi hnattvæðingar og sá vanmáttur komi fyrst fram hjá smæstu leikendunum og þeim sem áttu hvað mest undir í hnattvæðingu.

Allar þjóðir munu verða að endurskoða afstöðu sína til hnattvæðingar. Einnig munu allar þjóðir endurskoða hverjir geta talist vinir og bandamenn. Flestar stórþjóðirnar hafa misnotað hnattvæðinguna, til að stela verðmætum af þeim sem minni eru. Ekkert verður eins og áður, eftir að blekkingar þeirra hafa verið afhjúpaðar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.10.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Loftur, það er vissulega áhyggjuefni hvað gerist í Evrópubandalaginu. Það er engin ástæða til að vera bjartsýn á það. Mjög mikið atvinnuleysi er sums staðar og stöðnun. Hvað gerist þá með þeirri miklu stöðnun sem þessi kreppa veldur?

það er rétt, þessi kreppa mun láta alla skoða hug sinn upp á nýtt til hnattvæðingar. Gaman er að lesa "The world is flat" sem var populistabókin fyrir þremur árum með hliðsjón af því sem nú er að gerast.

Hins vegar er þetta kreppa sem byrjar hjá þekkingarstarfsmönnunum, þeim sem breyta upplýsingum í peninga. það e 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.10.2008 kl. 14:06

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ríki Alexanders mikla leið undir lok Róm leið undir lok öll stór ríki hafa að lokum geispað golunni vegna innri rotnunar. Sennilega er tími smámynta og örríkja komin aftur ríkja sem reyna að vera sjálfum sér nóg um sem flest

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.10.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband