6.10.2008 | 14:17
Achtung, Achtung Spitfeuer!
Það viðrar vel til loftárása í Evrópu í dag. Markaðir falla eins og spilaborgir, meira segja markaðir í arabaríkjum falla því verð á hráolíu lækkar. Kaotískt ástand ríkir á rússneskum markaði og Norðurlöndin skjól okkar og náðarfaðmur sem við stóluðum lengi á, þar falla markaðir jafnmikið og annars staðar. Huggun er hvergi að fá því að fjármálakreppan í Evrópu er bara að byrja sjá þessa grein á sænskum vef Finanskrisen i Europa har bara börjat
Það sem er samt sárgrætilegt er að það eru einmitt þessar risavöxnu björgunaraðgerðir sem fara fram í öllum ríkjum núna sem stuðla að því að magna upp kreppuna. Alls staðar er verið að stokka upp eignasöfn og bankar og ríkisstjórnir reyna að losa sig við alla pappíra sem ekki eru gulltryggðir eða nauðsynlegir til að heimamarkaður gangi.
BBC er með þessa grein um Ísland
Nú eru markaðir nýopnaðir vestanhafs en Dow Jones er búin að ná nýjum lægðum, komin niður yfir 10.000 stig í fyrsta skipti frá árinu 2004.
Það er ágæt grein á New York Times Europe Tested by Financial Crisis
Þegar Rómaborg brann þá spilaði Neró á hörpu.
Hörpur eru ekki svo algengar í dag þannig að það er heppilegra fyrir nútímafólk bara að spila lög af Youtube. Viðeigandi lag er náttúrulega Viðrar vel til loftárása eftir okkar frábæru listamenn í Sigur rós.
Það er líka gott til að dreifa huganum að hlusta á textann og muna að á morgun kemur nýr dagur.
viðrar vel til loftárásaég læt mig líða áfram
í gegnum hausinn
hugsa hálfa leið
afturábak
sé sjálfan mig syngja fagnaðarerindið
sem við sömdum saman
við áttum okkur draum
áttum allt
við riðum heimsendi
við riðum leitandi
klifruðum skýjakljúfa
sem síðar sprungu upp
friðurinn úti
ég lek jafnvægi
dett niður
alger þögn
ekkert svar
en það besta sem guð hefur skapað
er nýr dagur
Alvarlegri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Salvör
Á svona blóðrauðum degi hér í Evrópu verður mér hugsað til hans gamla André Kostolany (http://en.wikipedia.org/wiki/André_Kostolany) en hann var á börsinum í París í 70 ár. Hann var á tímabili verðbréfamiðlari. Sumir kúnnar hans voru skrýtnir. Einn þeirra heimtaði alltaf að hann skrifaði undir yfirlýsingu um að ef franska ríkið gæti ekki greitt ríkisskuldabréfin að þá myndi hann persónulega gangast í ábyrgð fyrir franska ríkið. Hann gerði þetta með glöðu geði því hann sagði: "ríki verða aldrei gjaldþrota, þau fella hinsvegar gengið".
En hvað gera evru löndin núna þegar þau geta ekki fellt gengið?
Ef þetta fer illa í Þýskalandi og fleiri löndum hér í á næstu dögum (breiðir síg út eins og spilaborg) þá líst mér ekki á ástandið.
Já ég var að hlusta á Forsætisráðherrann.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2008 kl. 16:23
það getur verið að það verði erfitt ástand líka í evrulöndum, það er mjög erfitt að kalla fólk til viðtals og segja því að því miður verði að lækka kaupið hjá öllum um 30 % og því miður verði afborganir af lánum þess jafnframt að hækka af því þær séu verðtryggðar. Já og svo segja í restina að íbúðir og bílar sem fólk á hafi lækkað í verði. Þetta er hægt á íslandi. Þetta er sárt fyrir okkur en þetta er hugsanlega til langs tíma okkur til góðs vegna þess að við sveigjum okkur strax undir kreppuna. Líka að þetta gerist svona á sama tíma hjá öllum, það er auðveldara að koma við neyðaraðstoð og félagslegu neti.
Þetta er hroðalegt ástand hjá okkur núna en ekki óyfirstíganlegt.
Annars geta ríki farið á hausinn. Ísland hefur verið í ríki sem fór á hausinn. Danski ríkissjóðurinn varð gjaldþrota 1813 minnir mig (kannski ekki rétt ártal). Upp úr því neyddist kóngsi til að selja allar stóleignirnar til bænda. Sennilega hefur þetta bara haft góð áhrif á Íslandi fyrir utan bara allra fyrstu árin. Þetta þýddi að framleiðslutæki þ.e. jarðir komust í íslenska eigu en úr eigu kóngsins.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.10.2008 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.