Islandske kroner faller som sten

Ef til vill loka verðbréfamarkaðir um allan heim í dag, það verður ekki lokað bara fyrir bréf í agnarlitlum íslenskum fjármálafyrirtækjum. Fyrirtækjum sem eru agnarsmá á alþjóðamarkaðinum en samt risastór fyrir Ísland, svo risastór að sýsl og afskipti með bréf þeirra geta eytt upp öllum auðævum lítillar þjóðar.

Hin alþjóðlega fjármálakreppa sem í augnablikinu magnast bara og magnast á engin upptök á Íslandi og við hér á eyjunni ráðum engu um hvað er að gerast.

Danir

Aktier på vej mod rekordfald

Svíar

Massivt börsras

Reuters

Governments act to stem crisis, markets shaken

Norðmenn um íslendinga: 

íslenska krónan fellur eins og steinn

Islandske kroner faller som sten

Den islandske kronen stuper i verdi mandag samtidig som markedet venter på at myndighetene på øya skal komme opp med en kriseløsning på bankproblemene i landet.

Kronen har falt med 7 prosent mot euro mandag, og nå koster en euro 174 kroner, skriver Reuters. For en drøy måned siden kostet en euro rett over 120 islandske kroner. Også mot dollaren har kronen svekket seg voldsomt i verdi.

Landets finansminister Bjørgvin Sigurdsson uttaler til lokale medier mdang formiddag at kriseplanen er godt på vei.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Lokað fyrir viðskipti með bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég orðinn verulega ringlaður. Er ekki einu sinni hægt að treysta gengisskráningu Seðlabankans lengur? Við þurfum að frétta af raunverulegi gengi krónunnar frá útlöndum!

Bjarki (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Auðvitað fellur krónan og fellur. það var viðbúið. En það er skrýtið ef þetta er ekki birt á Íslandi. Fréttin á norska vefnum er dagsett

Publisert: 06.10.08 12:42, Oppdatert: 06.10.08 13:19

Ég vona svo sannarlega að íslenska ríkisstjórnin og opinberar fjármálastofnanir hérna séu ekki farnar að blöffa almenning. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.10.2008 kl. 12:15

3 identicon

Athyglisvert.. Ég prufaði myntbreytinn á síðunni e24.no og þá er evran í tæpum 200 Ikr. Held að ég hafi gert þetta rétt... Eitthvað er evran nú öðruvísi skráð hérna hér á landi.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:04

4 identicon

Sjá líka myntbreytu á vef Kaupþings í Noregi: http://www.kaupthing.no/Om-Kaupthing-Bank

Þar segir að evran sé núna 197 krónur, dollarinn 145, pundið 255 og danska krónan 26.

Bjarki (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband