Bataóskir

Ingibjörg Sólrún hefur staðið sig feiknavel sem utanríkisráðherra og það hefur enginn fulltrúi okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi verið eins ötull talsmaður fyrir mannréttindamálum, ekki síst jafnréttismálum. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að nú síðustu mánuði hefur mikið starf verið unnið vegna framboðs Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og Ingibjörg Sólrún hefur leitt það starf. Hún hefur staðið sig  vel í því sem öðru og þó ég persónulega skilji ekkert í hvers vegna Íslendingar vilja endilega sitja í þessu öryggisráði þá finnst mér frábært ef Ingibjörg Sólrún nær áhrifum þar og þau sjónarmið sem hún hefur alla tíð talað fyrir óma í alþjóðasamfélaginu. Ég óska Ingibjörgu góðs bata sem allra fyrst og gangi henni og okkur öllum vel í baráttunni um sæti í öryggiráðinu.
mbl.is Utanríkisráðherra veiktist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Tek heilshugar undir bataóskirnar

Ragnheiður , 24.9.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband