22.9.2008 | 11:59
Kópípeist póesibækurnar hans Dóra litla - Farðu vel með Vatnsdæling
Nú hafa fræðimenn fundið út að Dóri litla hafi mjög líklega samið einhverja af þeim fjölmörgu vísum sem hann hafi skrifað inn í póesibækur í bernsku. Röksemdir fræðimanna eru hávísindalegar, þær eru þannig að á meðan ekki hafi sannast að Dóri litli hafi skrifað eitthvað upp eftir öðrum þá sé það eftir hann
Þetta er nýja línan í íslenskri bókmenntatúlkun, allt sem er ekki eftir einhvern ákveðinn nafngreindan höfund er eftir Halldór Laxness og hafa höfundarréttarhafar hans þar að leiðandi höfundarrétt að stöffinu í nokkra áratugi í viðbót.)
Ég verð svo ljóðræn inn í mér við allt þetta tal um póesíbækur og vísur og Vatnsdælinga sem tilvonandi nóbelskáld stela vísum frá að ég má til með að kasta fram stöku sem ég sver við allt sem mér er heilagt (lesist gyðju gæsalappanna ) að ég hef alveg samið frá grunni sjálf enda er ég Vatnsdælingur í móðurætt.
Hér er engin stílstæling
né stutt við svikahrappa
Farðu vel með Vatnsdæling
vinur gæsalappa.
Fyrir þetta hnoð er líklegt að ég fái Nóbelsverðlaunin.
Eða alla vega listamannalaun
Var vísan rituð eftir minni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Facebook
Athugasemdir
Góður og skondinn pistill Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 22.9.2008 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.