4.9.2008 | 10:15
Hættuástand
Það er ekki nóg að lágmarksþjónusta sé veitt fæðandi konum. Það er hættuástand ef ekki er nægilega fylgst með nýburum og aðbúnaði þeirra. Þetta eru aðstæður sem eru ekki börnum bjóðandi. Svona verkfall er því miður ekki eins og verkfall flugmanna, það taka ekki allir eftir því strax að hætt sé að veita velferðarþjónustu. Þolendur í þessu verkfalli eru fyrst og fremst nýfædd börn og mæður þeirra.
Eitt barn fæddist á LSH í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ótrúlegur andskotans slóðaháttur stjórnvalda að hafa ekki hundskast til að semja við ljósmæður! Hvar er nú allt fagurgalatalið um bestu heilsugæslu og heilsu vermd í heimi? Hvernig er forgangsröðun fjárútláta til þjónustu við hinn almenna borgara? Það nætir einhver aumkunnarverður heilbryggðisráðherra í sjónvarp í gær og lýsir yfir, sömu rulluna og alltaf heyrist frá honum, um að það sytji fagfólk beggja megin borðsins...og að það hljóti að ná saman....svo miklar voru þær áhyggjur! Við eygum besta heilsugæslu fólk í heimi..það er ekki spurning....en við segjum það bar!....en þegar kemur að því að skapa þessu fólki starfsfrið og starfsumhverfi...þá koma alltaf einhverjir tindátar til skjalana til að leggja orð í belg.....af hverju er ekki fagráð sérmenntaðs fólks úr heilbryggðisgeiranum sem leggur línur fram í tíman....1-2 ár...nei ráðherrabullan skal skamta skít úr hnefa!...Það hlýtur að verða megin krafa kjósenda í næstu alþyngiskostningum að greina milli ligavega frambjóðenda....greina og skylja hismið frá kjarnanum...gefa útbrunnu kokteliði kerfisins frí (for ewer) ég á heimtingu á því sem skattgreiðandi að fá opinbera þjónustu ....heilsugæslu án verkfalla....starfsfrið fyrir fólk sem hefur menntað sig til að vinna við heilbryggðis geiran.....ég vil ekki sjá skattpeninga landsmanna fara í einhverja....ótímabærar heimsreysur...og illa ígrundaðar..ferðir stjórnmálamanna...það eru blóðpeningar ....sem engin nýtur góðs af nema hótel og vínbarir veraldar.....ég vil og á heimtingu á að það ríki kyrrð og friður á heilbryggðistofnunum þessa lands....allir séu sáttir...starfsöryggið tryggt...aðstæðan sem vönduðust og best....það er nefnilega fólk með heila..og hugsun..mettnað og framsýni sem er og hefur verið að vinna þessu samfélagi sitt besta í gegn um tíðina...alveg sama hvar og hvernig hefur verið traðkað á launakjörum þessa fólks! Skömm fyrir land og þjóð!
Þorgeir Samúelsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 11:33
Þetta er bara ókiljanlegt með öllu, þetta er bara leiðrétting launa, ég vona að þær gefist ekki upp samt ljósmæðurnar!!
alva (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 11:59
Þér er velkomið að setja þetta myndband inn við þessa færslu ef þú vilt, Salvör:
http://www.youtube.com/watch?v=9k6AF7p3LdM
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.