26.5.2008 | 09:40
Nýja Grænland
Það má náttúrulega ekki útiloka Mars sem dvalarstað manna ef vatn finnst og hægt verður að virkja það til að breyta umhverfinu. Þó landnámið á Mars sé nú ekki beint í augsýn þá sýnist mér á þessum hrjóstrugu myndum að það sé þörf á sams konar ímyndar- og auglýsingamennsku og íslenskir landnámsmenn beittu við Grænland eftir að þeir höfðu feilað á því að skíra eyjuna sem áður hét Garðarshólmi Ísland.
Landkostir á Mars eru þannig að það færi vel á að skíra þetta svæði sem geimfarið lenti á Nýja-Grænland. Ég teiknaði í Inkscape áróðurmynd fyrir búsetu þar, lagði græna filmu yfir auðnina á Mars og setti inn blóm og tré og dýr og fólk.
Það er gaman að fylgjast með rannsóknunum á Mars. Nasa er með vandaða vefsíðu um það hérna: Nasa: Mars Exploration Program
Mars (reikistjarna) - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
STJÖRNUFRÆÐIVEFURINN - Mars (reikistjarnan, plánetan)
Margar greinar eru á Vísindavefnum sem svara spurningum um Mars:
- Hvernig er yfirborð Mars og hver er meðalhitinn þar?
- Hvað heita tungl Mars?
- Úr hverju er Mars?
- Er andlit á reikistjörnunni Mars?
- Búa grænar geimverur á Mars?
- Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar?
- Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór?
- Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?
- Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
- Hvort er tunglið eða Mars lengra frá jörðu?
- Hvernig losna steinar frá Mars og berast til jarðar?
- Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?
- Hvernig er yfirborð Mars og hver er meðalhitinn þar?
- Hve langt erum við komin með súrefni á Mars?
- Hvaða tilgangi þjóna fallhlífar í þyngdarleysi eins og þegar lent er á Mars?
- Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?
- Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það?
- Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?
- Er maður þyngri á Jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?
- Hvað hafa eldfjöllin á Mars verið lengi í dvala og hvenær má búast við því að þau byrji aftur að gjósa?
Fyrstu myndirnar frá Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.