Sannleikurinn um FLDS og föngnu börnin 416

 Skrýtni ofsatrúarsöfnuðurinn í Texas hefur opnað vefsíðu þar sem þeir segja sína hlið á málinu, um þegar lögreglan í Texas ruddist inn á heimili þeirra og flutti á burtu 416 börn en það voru öll börn yfir fimm ára sem bjuggu í þessari kommúnu. Vefsíðan þeirra heitir sannleikurinn um FLDS og þar er nú ekkert efni komið ennþá nema þessi mynd sem segir nú kannski mestan sannleika um hvers konar samfélag þetta er og af hverjum því er stjórnað. Svo er líka vefsíða með myndum af því hvernig því þegar lögreglan kom og þær myndir sýna glöggt hverjir eru þolendur í þessu máli. Ég hreifst mest af þessari mynd sem ég tengi í hérna, ég skynja örvæntingu rosknu konunnar og ég skilja úrræðaleysi litlu stelpnanna. 

DSCN0239

 Ég hugsa að sannleikurinn sé ekki kominn í ljós í þessu máli. Yfirvöld í Texas hljóta að skýra fljótlega gjörðir sínar, það getur ekki verið að Texas sé orðið svona mikið lögregluríki... nú eða getur það verið... Stór hluti barnanna hefur verið settur á fósturheimili skv. CNN Dozens of polygamy sect children moved to care

Ég held ekki að þessi grunur um kynferðismisnotkun barna hafi verið aðalástæða fyrir innrás lögreglu, ég hugsa að það hafi verið notað sem yfirskin. En það getur verið að allir í samfélaginu hafi verið í hættu ef þau fylgja í blindni einhverjum sturluðum leiðtoga. 

Ég held að þessi Warren sé frekar tæpur á geði, honum er svo mikið í nöp við rauðan lit að hann bannaði allt rautt:

"It was around this time when Warren banned the color red. He announced that it was inappropriate to wear the color red or have red items in our home because it was reserved for our Lord and Savior Jesus Christ. He preached that when Jesus Christ returns he’ll do so in a red robe and wearing that color prior to the second coming is unholy."

Svo var hann mikið fyrir algjöra hlýðni frá konum. þar sker hann sig nú ekkert úr mörgum öðrum samfélögum. Auðveldasta leiðin til að kúga alla er að kúga konurnar og passa að þær komist ekkert:

The obedience Warren preached was a woman’s complete submission to her husband. He said women should not work outside the home and should not even leave home unless allowed to do so by her husband.

Þessar aðfarir Texaslögregluyfirvalda eru þó vægast sagt mjög undarlegar, eiginlega óskiljanlegar nema því aðeins að haldið sé að börnin sé í bráðri hættu og myndu hafa verið myrt ef öðruvísi hefði verið staðið að rannsókn. Svona út á við þá lítur þetta ekki út eins og rannsókn, þetta lítur frekar út eins og uppræting eða útrýming á fólki með ákveðin viðhorf og trú. Trú sem mér hugnast ekki og trú sem fæstum Texasbúum hugnast. Það er kannski ekki hægt að tala um kynfrelsi fullorðinna kvenna í svona samfélögum til að búa í  einhvers konar fjölkvænissamböndum, ekki frekar er hægt er að tala um kynfrelsi kynlífsþræla til að selja aðgang að líkama sínum, það er ekkert val. En það er ekki hægt að banna fullorðnu fólki að lifa í svona sambúð og það er ekkert samasem merki milli fjölkvæmis og illrar meðferðar á börnum. Fjölkvæmi  er reyndar leyft og þykir eðlilegt í mörgum samfélögum heimsins. Ég veit ekki hvort konur og börn í þessum söfnuði eru að upplifa eitthvað frelsi undir handarjaðri löggæslu í Texas sem stíar börnum og mæðrum hvort frá öðru og virðist kerfisbundið vera að reyna að uppræta samfélag þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband