16.4.2008 | 19:44
Netfundir í palbee.com
Ég er að prófa vefþjónustuna palbee.com, það er ókeypis kerfi þar sem ég get haft fund. Ég er núna búin að hlaða inn glærum en finn þær ekki aftur. Sennilega virkar það ekki ennþá.
Ég breytti úr Firefox yfir í IE og þá gat ég hlaðið inn glærum og myndum. Ég var bara ein á fundinum þannig að ég gat nú ekki prófað alla virkni í þessu. Það virðast fjórir aðrir geta komið á fundinn.
Hér er upptakan af þessari tilraun, ég er að rövla eitthvað við sjálfa mig á meðan ég er að átta mig á hvernig þetta kerfi virkar, varla til neitt meira óspennandi: Dæmi um upptöku í palbee
Þetta er ansi sniðugt, ég hlóð inn powerpointglærum og svo sýni ég þær og líka myndir. Það er svo hægt að hlaða niður powerpointglærunum.
En ég á að geta límt þetta inn í blogg. Best að prófa það.
Svona var þetta á moggablogginu og þá birtist einhver sem fylgdist með tilraunum mínum. Viðkomandi var ekki með vefmyndavél.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 21:00 | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert. Vissi ekki af þessu kerfi. Er þetta sæmilega hraðvirkt?
sfjalar (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.