9.4.2008 | 07:24
Hægt að setja vídeó inn í Flickr
Núna er hægt að setja vídeó (þó ekki nema 1 mínútu) inn eins og myndir í Flickr. Það gildir reyndar eingöngu fyrir þá sem borga fyrir áskrift (pro accounts). Þetta er eitthvað sem margir hafa beðið eftir. Flickr er tímamótavefþjónusta, sennilega núna stærsti og aðgengilegast myndabanki á vefnum. Ég skráði mig á Flickr daginn sem sú þjónusta opnaði og er núna með mörg þúsund myndir í geymslu þar. Vídeó getur maður geymt eins og myndir og sett í myndasöfn og merkt á sama hátt. Hér er fyrsta vídeóið sem ég hlóð þar inn, þetta er af Salvöru Sól og er tekið í janúar 2008.
Þessi nýja þjónusta opnaði í gær. Ég held reyndar að enn um sinn keppi þetta ekki við Youtube vegna þess að það er allt of lítið að geta bara hlaðið inn 1 mínútu vídeómyndum. Youtube er líka ókeypis. En Flickr er eftirlætismyndakerfi flestra sem hlaða inn miklu af ljósmyndum, ekki síst atvinnufólks.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 07:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.