8.4.2008 | 12:47
Barbapapahús
Tugţúsundir af sumarhúsum hafa sprottiđ upp á Íslandi undanfarin ár. Ţau eru svo lík hvort öđru ađ ţađ er stundum erfitt ađ rata um sumarbústađabyggđir. Ţetta eru oftast tréhús sem borin er á viđarolía og međ veröld eđa palli í sólarátt. Ađ innan eru sumarhúsin oftast viđarklćdd međ viđargólfum. Ţetta eru falleg hús og mikiđ í ţau boriđ en sumarbústađastíllinn á Íslandi í dag er svo einsleitur ađ ţađ er ţreytandi fyrir augun, ađ innan er allt ţetta mikla timbur og svo ađ utan eru ţetta timburhús í timburlitum, falleg hús sem myndu fara vel í grónum skógi en eru sums stađar ennţá eins og óvelkomnir nýbúar, eins og furulundurinn á Ţingvöllum og lúpínubreiđurnar í Skaftafelli.
Núna eru farin ađ sjást sumarhús sem eru meira í ţeim gámastíl sem einkennir nútíma byggingarlist. Ţađ er flott ég vona ađ fjölbreytni í byggingum aukist međ fleiri gámalaga sumarhúsum, húsum úr einingum sem eru settar saman eins og fólk vill.
En ţađ er skrýtiđ ađ ekki séu meiri tilraunir í gangi međ byggingarstíl sumarhúsa í landi eins og okkar ţar sem náttúran er svona sérstök og allt öđru vísi en annars stađar. Ţađ er mismunandi frístundamenning eftir samfélögum, á međan margir Norđmenn fara í fjallakofann sinn ţá fara Danir í sumarhúsin sín viđ ströndina. Sumarhúsin á Íslandi eru líka í mismunandi umhverfi, sum eru viđ sjó og sum eru á hrauni og sum eru á sandi og sum eru innan um klettaborgir. Fćst eru ţau stađsett í háum skógi, á mörgum stöđum eru ţau í kjarrlendi, í íslenskum 30-50 sentimetra háum skógi.
Sumarhúsin falla oft ekki nógu vel ađ landslaginu og ţau eru ekki nógu vel hönnuđ til ađ standast íslenskan veđurofsa á berangri og ýmislegt annađ t.d. eiga skemmdarvargar mjög auđvelt međ ađ brjótast inn í mörg velglerjuđ sumarhús. Og ţau eru ekki nógu vistvćn.
Hér eru hugmyndir um öđruvísi hús, hús sem ef til vill henta sem sumarhús á Íslandi: Ten innovative green houses.
Ég er mjög hrifin af einni lausn ţarna, Project Biodome en ţađ eru hús sem minna mig mikiđ á húsin hans barbapapa. Ég las upp til agna sögurnar um barbapapa fyrir eldri dóttur mína fyrir nćstum ţrjátíu árum. Ţađ voru ţá nýstárlegar bćkur og fyrstu barnabćkurnar á íslensku sem fjölluđu beinlínis um umhverfisvernd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.