Samvinna um stuttmyndagerð - Kaltura

Oft er stafræn stuttmyndagerð kölluð margmiðlun og þá er vísað til þess að maður er að blanda saman vídeó, hljóði og myndum. Ef til vill er sniðugra að fara að nota orðið margmiðlun um miðlun þar sem margir semja saman efnið og það kemur úr ýmsum áttum fremur en að það séu margar miðlunarleiðir notaðar. Ég hef tekið saman og sett á nokkrar vefsíður leiðbeininigar um stuttmyndir fyrir vefinn þær leiðbeiningar miða eins og er fyrst og fremst við að stuttmyndir séu settar saman í Moviemaker og svo settar á vefinn inn á Youtube. Moviemaker er fínt og einfalt verkfæri og fylgir Windows svo ekki þarf að borga fyrir það. Nú er það hins vegar þróunin að ýmsar vefþjónustur bjóða upp á möguleika til að setja saman stuttmyndir m.a. er það hægt í youtube og photobucket.

En þróunin heldur endalaust áfram og tæknimöguleikarnir opna nýjar og spennandi leiðir til að vinna saman. Einkenni á vefumhverfi nútímans er að auðvelt er fyrir marga að vinna að sama viðfangsefninu. Gott dæmi um slíkt eru skrif á Wikipedia þar sem margir geta verið að vinna í sömu greininni og smán saman er bætt við meiri og meiri upplýsingum. 

En wikisamvinnan er löngu hætt að snúast bara um texta. Það hafa verið þróuð og eru í þróun margs konar verkfæri sem eru samvinna um annars konar efni. Eitt skemmtilegt samvinnuverkfæri er samvinna um að setja saman stuttmyndir fyrir vefinn. 

Sennilega eigum við eftir að sjá svona verkfæri í notkun á Wikipedia fljótlega. En núna er hægt að gera tilraunir með þetta á Wikieducator, sjá þessa síðu Collaborative Video - Help and Sandbox 

Það er notað vefverkfæri til stuttmyndagerðar sem heitir  Kaltura og það getur líka hver sem er prófað það og stofnað notendasvæði á kaltura.com. Ég gerði það og setti þar inn  örlitla prufu, nokkrar myndir og vídeóklipp og hver sem er getur hrært í þessu og breytt vídeóinu, sjá þessa slóð hérna

 Ég á nú reyndar að geta límt vídeókóðann inn í blogg. Best að athuga hvort moggabloggið leyfir það. Þetta virkar fínt og nú er þetta sem sagt dæmi um stuttmynd sem hver sem er getur bætt við eða breytt að vild alveg eins og síða á wikipedia. Þetta er snilldartækni. Svona gæti fólk sem er statt hér og þar í heiminum búið til saman vídeó t.d. um samtímaatburði. Endilega prófið að breyta vídeóinu mínu! Þetta er bara prufa og allt í lagi þá allt fari í skrall. Það þarf að vera innskráður á Kaltura til að breyta en það er einfalt að innskrá sig og kostar ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott tækni, en kallar á dálitla vinnslu hljóðs, sérstaklega ef hljóð kemur frá fleiri en einum hljóðgjafa.

Varðandi innihaldið, þá kemur upp í huga minn þýska orðið Stimmvieh, sem er þýðing á enska hugtakinu "voting cattle". Er það framtíð Íslendinga, að misvitrir stjórnmálamenn meðhöndli okkur sem sauði? Ef svo er, þá er spurning hvort við eigum ekki skilið að verða slátrað á altari sjálflægninnar og eiginhagsmunapotsins.

Talandi um það, þá fannst mér aðdáunarverð afstaða Margrétar Sverrisdóttur í Mbl. í dag, þar sem hún setur heiðarleika ofar flokkshagsmunum. Þótt sumir gætu haldið því fram (og hafa gert það) að hún hafi harma að hefna, held ég að hún hafi komið fram af heilindum.

Málið er nefnilega, að stundum fara flokks- og almannahagsmunir ekki saman. Við eigum eftir að sjá hvort svo er í þessu máli, þótt ég sé frekar svartsýnn á að nokkurt "málefni" verðskuldi þessa framkomu Ólafs, Vilhjálms og félaga.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Halla Rut

Var að prufa þetta og nú er nafnið mitt komið á myndina...sorry

Halla Rut , 26.1.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Halla: Endilega breyttu sem mestu, til þess var leikurinn gerður. Það getur hver sem er breytt hverju sem er í þessu vídeó.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.1.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband