Verkfæri fyrir nemendur - Vefþula og lifandi skrif

Mér sýnist þessi nýja vefþula geti gagnast vel nemendum sem eru í lestrarerfiðleikum. Þetta leiðir hugann að aðgengismálum á Internetinu, Internetið í dag er svo sannarlega ekki fyrir alla.

Það er einn hópur sem er verulega illa settur og það er eldra fólk. Bæði er það ekki vant við þetta umhverfi óreiðunnar þar sem hægt er klikka á allt og margt getur verið í gangi í einu og svo eru margar vefsíður ennþá  þannig að það verður að geta lesið leturstærðir 10 og jafnvel minna til að skoða síðuna. Þetta útilokar ansi stóran hluta fólks.

Það er gaman að velta fyrir sér hversu mikið námstækni nemenda breytist með tækninni. Nú er óþarfi að muna allt utanbókar og bera með sér mikið af skjölum, ég hugsa að margir nemendur séu núna með USB lykla. 

Það er annars gama að spá í hvaða verkfæri henta nemendurm til skólanáms og létta líf þeirra. Hér er eitt nýtt verfæri sem kallast lifandi skrif eða livescribe 

Þetta er glósupenni  með batteríum sem kemur fljótlega á markað, með þessum penna er hægt að skrifa glósur eins og venjulega en allt sem maður gerir geymist í pennanum og svo getur maður tengt pennann við USB tengið í tölvunni og fengið allar glósur þar inn.

þetta virðist vera áhugavert verkfæri, ekki endilega í glósugerð, ég held að nemendur þurfi ekki að skrifa fyrst glósur á pappír, þeir eru bara með einhvers konar nettengdar fartölvur allan tímann en þetta er áhugavert verkfæri til að teikna með á blað og fá það beint inn í tölvu. Ég nota sjálf teiknitöflu en þær eru afar óhentugar til að fara með sér hvert sem er, ég myndi svo sannarlega vilja eiga svona glósupenna til að teikna með.

 

 


mbl.is Yfir eitt þúsund manns nýttu sér Vefþuluna á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband