Óefnislegar eignir

Mér finnst þetta mjög loðið og óskýrt hvað felst í þessum óefnislegum eignum og hvort fyrirtæki í eigu sveitarfélaga geti afsalað sér réttindum í hendur einkafyrirtækja sem engin trygging er fyrir því að þau geti ráðið yfir. Það var áhugaverð grein í 24 stundir í dag þar sem prófessor í jarðefnafræði heldur því fram að útrásarumræðan byggist á áróðri og að nánast allar framfarir í bortækni komi frá olíuiðnaðinum. Hvar er þessi íslenska sérþekking? Hvað felst í tíu milljarða matinu? Er það að Hitaveitan og Orkuveitan séu að styðja það að einkafyrirtæki geti fengið aðgang að auðlindum erlendis?

"Tuttugu ára samningur um að öll erlend verk Orkuveitunnar renni til Reykjavík Energy Invest var undirritaður daginn áður en samruni REI og Geysir Green Energy var samþykktur. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í dag en Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI, staðfesti þetta þar.

Haft var eftir Guðmundi, að tíu miljarða króna mat á óefnislegum eignum Orkuveitu Reykjavíkur felist í þessum samningi, auk þekkingar OR á jarðvarma og samningur um þjónustu OR við REI."


utrasin-er-arodur
mbl.is REI fær verk Orkuveitunnar erlendis í 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég spyr líka, hafði Guðmundur Þóroddsson umboð til að ráðstafa þannig eignum borgarbúa?

María Kristjánsdóttir, 12.10.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæl Salvör. Ég veit ekki hvort þú hafir verið á fundinum í hádeginu með borgarstjórnarflokki Framsóknarflokksins, en Björn Ingi kom inn á þennan þátt.

kv.

Sveinn Hjörtur , 12.10.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Nei því miður var ég bundin í vinnu í hádeginu og komst ekki á fundinn. Ég er hins vegar búin að heyra í tveimur sem voru á fundinum og þeir segja að þetta hafi verið dúndurfundur og að Björn Ingi hafi staðið sig mjög vel,verið einlægur og hreinskilinn og farið yfir málið. Ég er mjög fegin því og Björn Ingi þarf svo sannarlega á stuðningi okkar að halda núna.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.10.2007 kl. 23:50

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ótrúlegt er, fengi það staðist, að embættismenn geti afsalað, með einni undirskrift, öllum framtíðaráformum opinbers fyrirtækis.

Ég tel af og frá, að þetta fáist staðist skoðun.  Óuppsegjanlegt, -er það leyfilegt í samningum um verðmæti sem orðið hafa til í opinberu starfi,--til brúkunar fyrir gróðapunga og með EINKARÉTTARÁKVÆÐUM.

Hér hefur ekkert mat farið fram um verðmæti þessa og hve mikið af þeim er til komið vegna vinnu opinberra starfsmanna, sem við starfsmenn Rvíkurborgar vissulega erum.  Við erum EKKI businessmenn, þó svo sumir haldi svo.  Við megum ekki vera í big bussiness - hákarla-leik.  Við VERÐUM og EIGUM að huga EINGÖNGU að hag þeirra sem við vinnum öllum stundum,--íbúum þess sveitafélags sem við störfum hjá.

Það er annarra að leika sér við samningaborð stórra viðskipta leikja.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 13.10.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband