12.10.2007 | 10:49
Hér á REI-ki er einhver óhreinn andinn...
Þessi íslensku valdarán eru frekar brosleg nema náttúrulega maður sé í þeim hópi sem völdunum er rænt frá. Þetta virðist vera orðin einhver tíska í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálamenn plotta viðstöðulaust bak við tjöldin en hafa á meðan einhverja sýningu á yfirborðinu til að villa um fyrir andstæðingum. þetta er auðvitað margra árþúsunda stríðskúnstir - að koma andstæðingnum á óvart og koma bak við hann. Til langs tíma litið þá verður fólk að átta sig á því að samskipti manna á milli byggjast á trausti og þeim sem leikur oft svona leiki verður ekki treyst í framtíðinni.
Það er áhugavert að tveir sem nefndir eru til sögunnar í þessari atburðarás eru menn sem höfðu harma að hefna gagnvart Sjálfstæðismönnum - annar vegna þess að Sjálfstæðismenn í borginni þóttust hafa áhuga á samstarfi við hann þó þeir væru sennilega löngu búnir að gera samkomulag við Björn Inga og hinn vegna þess að honum hefur nýlega verið ýtt út úr starfi af Guðlaugi Þór.
Það er mjög áhugavert hvernig sagan mun meta áhrif Alfreðs Þorsteinssonar. Var það Alfreð sem kom Vilhjálmi til valda á sínum tíma og var það Alfreð sem kom Dag til valda núna? En eitt er víst og það er að það var R-listinn sem kom Alfreð til valda í Orkuveitunni.
Annars er líka soldið broslegt að heyra Margréti Sverrisdóttur útskýra hvers vegna hún er núna fulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarstjórn þó hún sé löngu búin að segja sig úr þeim flokki. Það er nefnilega þannig segir hún að flokknum var rænt. Ég ætla bara rétt að vona að hefndarþyrstir Sjálfstæðismenn fái ekki einhverjar hugmyndir út af þessu, ég ætla að vona að þeim detti ekki í hug að ræna Framsóknarflokknum. Það er annar svona auðrænanlegur lítill flokkur. Hmmm... hvernig vitum við hvort Framsóknarflokknum hafi verið rænt??
Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, það má sko segja að Alfreð G sé óhreinn andi sem spúir spillingunni yfir sér yngri menn í Framsóknarflokknum og vel lætur Björn spillta Ingi að hans stjórn. Guðni kýrkyssir situr í sínum pílagrímsturni á Selfossi og skilur ekki neitt í neinu.
Stefán (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.