24.9.2007 | 09:02
Brokeback Mountain - íslenska útgáfan : Göngur í Garðsárdal
þessi íslenska stuttmynd Göngur í Garðsárdal frá kvikmyndafélaginu Kvikyndi minnir á Brokeback Mountain. Mér finnst þeir Kvikyndismenn: Sverrir Friðriksson, Pálmi Reyr Þorsteinsson og Freyr Ragnarsson vera ansi skemmtilegir sb. myspace síðu kvikyndis
Ég var að kaupa mér klippikort fyrir íslensku kvikmyndahátíðina. Ég vona að ég komist á einhverjar af Fassbinder myndunum. Ég er mikill aðdáandi Fassbinders. Hvernig skyldi íslenska útgáfan af Querelle verða ef kvikmyndafélagið Kvikyndi réðist í það stórvirki?
Sennilega eru kvikmyndamógúlar framtíðarinnar núna að spreyta sig á stuttmyndum í Youtube stíl þar sem þeir draga dár að hefðbundinni kvikmyndalist og þeim verkum sem hún hefur skapað.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.