Vinsælustu og mest lesnu moggabloggin

Það er áhugavert að skoða yfirlit yfir mest lesnu bloggin á moggablogginu með nokkurra mánaða millibili og spá í þróunina. Það fyrsta sem maður tekur núna eftir er að konur eru miklu meira áberandi á þessum lista. Einnig er áhugavert að af fjórum efstu bloggum þá fjalla þrjú um sára og erfiða lífsreynslu. 

fjölda IP talna á dag 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Það er hægt að draga öll blogg í dilka en sum blogg eru yfir það hafin, og reyndar gagnrýni líka, eins og reynslan sýnir. Fyrst Moggi ritstýrir núna fréttabloggsmöguleikum, er sennilega rétt að merkja blogg sérstaklega sem krefjast ákveðinnar meðvirkni.

Gísli Ásgeirsson, 31.8.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2007 kl. 12:21

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Það er líka svolítið merkilegt að sjá að þeir sem hafa nýlega verið settir inn í "umræðuna" hafa stokkið upp vinsældarlistann og fimmfaldað heimsóknir sínar frá umræðulausu dögunum.

Eva Þorsteinsdóttir, 31.8.2007 kl. 13:26

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl. Hvar er birt svona yfirlit og hvenær?

Marta B Helgadóttir, 31.8.2007 kl. 14:14

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Nú er Ellý búin að læsa sínu bloggi og lesendur hennar þurfa að haf lykilorð til að fylgjast með skrifunum... þá breytist væntanlega þessi listi eitthvað.

Marta B Helgadóttir, 31.8.2007 kl. 14:16

6 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

fylgist nú lítið með vinsældalistum

Hallgrímur Óli Helgason, 31.8.2007 kl. 17:55

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Um leið og ég komst á Wall of Fame (Umræðuna) jukust heimsóknir á síðuna mína til mikilla muna. Sama gerðist hjá Katrínu Snæhólm, vinkonu minni nýlega. Hvorug okkar bloggar um fréttir, kannski er Mogginn að reyna að slá á þá gagnrýni að fólk eins og Bolur Bolsson fái flestar heimsóknir. Samkvæmt listanum er það ekki rétt ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.8.2007 kl. 19:45

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég verð nú að segja að vinsælustu blogginn eru yfirleitt þau allra leiðinlegustu. Vinsælu bloggin eru sannkölluð plága.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.8.2007 kl. 20:53

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það er reyndar líka athyglisvert að nú eru hátt í vinsældum nokkrir sem blogga ekki um fréttir og ekki um pólitík heldur bara skondin tilvik í lífinu eins og þú Guðríður.

En frægðin er stundum til trafala. Það er sérstaklega erfitt að falla af háum sessi ef maður hefur verið í topp tíu sætunum. Það er svolítil pressa á að halda vinsældum, vera ekki útbrunninn og ekkert lesinn á bloggi. Vonandi fáum við öll okkar fimmtán mínútur af frægð og þroskumst svo mikið að við áttum okkur á að það er bara einn lesandi sem skiptir máli, það erum við sjálf.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.8.2007 kl. 21:48

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvar sér maður þennan vinsældalista frá degi til dags?

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.9.2007 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband