Opinn hugbúnaður í skólastarfi

Ég var í morgun í Eldborg í Bláa lóninu og flutti erindi um opinn hugbúnað í skólastarfi á Íslandi á fundi COSSNordic netsins en það  er verkefni styrkt af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni og eru Samtök iðnaðarins þátttakendur þar. Á undan mér talaði Halla Björg sem stýrir verkefnisstjórn um rafræna stjórnsýslu og hún talaði um stefnu stjórnvalda og opinn hugbúnað og hver reynslan hefði verið í stjórnsýslunni. Vonandi mun ríkisstjórnin sem fyrst samþykkja stefnu um opinn hugbúnað.

Það var gaman að hitta Höllu Björgu, hún var einu sinni framhaldsskólakennari eins og ég og skrifaði kennslubók í Basic sem ég kenndi einu sinni fyrir guð má vita hvað löngu. Svo er hún líka að vinna núna á sömu skrifstofu og ég vann hjá fyrir nokkrum árum í forsætisráðuneytinu. Ég á góðar minningar þaðan, það var frábær vinnustaður.

Eftir hádegi fór ég fund með tölvufólki hér í vinnunni um  uppsetningu hugbúnaðar í tölvuverum. Þaðer búið  að setja  nýjar tölvur í tölvuverin. Ég  er búið skrifa langan óskalista um það sem ætti að vera inn á öllum tölvum og geri allt sem ég get til að fá nemendur og starfsfólk til að nota opinn hugbúnað. 

Það er nú reyndar ekki allt sem er opinn hugbúnaður sem ég vil fá inn á nemendatölvur, það er líka ýmis ókeypis hugbúnaður. Hér er listi yfir nokkur af þeim forritum/búnaði sem ég bað um til viðbótar ð við þessa venjulega windows-office forritavöndla og photoshop. Mér finnst atriði að hafa líka Gimp inn á vélunum eins og photoshop jafnvel þó flestir noti photoshop.

 

*  Moviemaker  (ókeypis microsoft)

* Reaper (ókeypis óskráð útgáfa)

* Scratch (ókeypis)

* Skype (ókeypis)

* Winsnap (ókeypis)

* Inkscape (ókeypis, open source)

* Blender (ókeypis, open source)

* Pichasa  (ókeypis)

* Filezilla (ókeypis, open source)

* Audacity (ókeypis, open source)

* Freemind (ókeypis, open source)

* Paint.net (ókeypis, open source)

* tuxpaint  (ókeypis, open source)

* artrage (ókeypis útgáfan) 

* Camstudio (í staðinn fyrir camtasia)   (ókeypis, open source)

* jing (í staðinn fyrir camtasia) (ókeypis - tímabundið)

* photostory (ókeypis microsoft)

* hot potatos (http://hotpot.uvic.ca/) (ókeypis)

sketchup (ókeypis frá google) 

 Flest forrit sem ég nota eru reyndar vefþjónustur og þá þarf oftast ekki að hlaða neinu niður. Það getur verið að það sé vesen að setja ýmislegt inn. Það er nú frekar ólíklegt að skype verði sett um í tölvuverum, það er p2p kerfi sem erfitt að sýsla með í skólaumhverfi segja mér fróðari menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Salvör.

Áhugaverð upptalning á ókeypis hugbúnaði.  Við í Hrafnagilsskóla höfum notað Skype til að spjalla við nemendur í Tékklandi með góðum árangri. 

Ég hefði viljað sjá Openoffice.org á listanum hjá þér.  Það eru nokkrir nemendur mínis sem nota þann pakka með góðum árangri. Það er jafnvel hægt að nota íslenska leiðréttingu.

Kveðja

Hans R.

Hans Rúnar Snorrason (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 17:58

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Já, Openoffice ætti svo sannarlega að vera á listanum. Það er fáránlegt annað en benda nemendum á ókeypis alternative við office pakkann. Það nota reyndar allir office því okkur býðst það á svo góðu verði, meira að segja getum við kennararnir fengið að hlaða því niður á vélarnar okkar heima, það er hluti af samningnum. Ég er reyndar ekki í neinum vafa um að skólasamningur við Microsoft er svona hagstæður m.a. vegna samkeppni við opinn hugbúnað - við OpenOffice. Endilega styðjum við þessa samkeppni.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.8.2007 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband