23.8.2007 | 10:31
Bloggari talaði illa um bók, bókarhöfundur fer í mál
Þegar vísindamenn taka upp á að blogga um kóða lífsins og sköpunarkenningar og Darwinisma á þessum síðustu og verstu tímum þá verður allt vitlaust í bloggheimum. PZ Myers prófessor í líffræði skrifaði núna í júlí á bloggið sitt ansi snarpan ritdóm um bókina LifeCode: The Theory of Biological Self Organization eftir S. Pivar.
Bloggarinn reyndar hældi bókina fyrir góðan pappír og fagurt útlit og hafði ekki sama að segja um innihaldið. Hann sagði í bloggritdóminum:
I have to add another compliment for the book, though. In addition to the lovely artwork, it's an extremely high quality print; well bound, on heavy stock, and looking to last a thousand years. It seems no expense was spared getting it published, which is in contrast to the content, and is unusual for such flagrant crackpottery.
Svo fylgir með góðlátleg ábending til höfundar bókarinnar um vinnureglur við svona skrif:
To Mr Pivar, I would suggest a simple rule. Theories are supposed to explain observation and experiment. You don't come up with a theory first, and then invent the evidence to support it.
En tók bókarhöfundur þessu vel og þakkaði fyrir langan og ítarlegan ritdóm og bloggumfjöllun? Nei, aldeilis ekki. Pivar fór í fýlu og hefur höfðað mál gegn bloggaranum PZ Myers fyrir rógburð og ærumeiðingar.
Bókin er til sölu á Amazon. Það er svo framsækið fyrirtæki að það leyfir notendum að skrifa umsagnir um bækur og merkja þær með leitarorðum (tagging) svo aðrir notendur geti fundið þær. Það er fyndið að sjá hvernig bókin hefur verið merkt á Amazon og maður spyr sjálfan sig hvenær fyrstu málaferlin verða vegna þess að einhverjum líkar ekki hvernig hans gögn séu merkt. Hér er skjámynd af leitarorðunum sem tengd hafa verið við þessa bók:
Ég hugsa að þetta sé hrekkur þeirra sem lesið hafa um þetta mál á digg eða boing o.fl. vefsvæðum.
Writer sued for a negative review in a blog post
Hér er skilgreining á orðinu crackpottery.
Um hvaða Íslendinga gætum við notað það orð?
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:11 | Facebook
Athugasemdir
Um hvaða Íslendinga? Hreinskilið svar gæti orðið tilefni ákæru
Gísli Ásgeirsson, 23.8.2007 kl. 11:37
Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til! Please!!
Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 20:50
Hæ Heiða. Þetta er góður málstaður hjá þér en aðferðin er alls ekki góð. Reyndar held ég að þetta hljóti að vera brot á reglum moggabloggsins. Það er spamm að skrifa athugasemd um algjörlega óskylt mál til að auglýsa eitthvað upp hvort sem það er vara eða þjónusta eða í þessu tilviki herferð gegn ákveðnu lyfi.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.8.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.